Nokkur nestisráð
- Ég mæli með að gera innkaupalista áður en þú ferð út í búð og halda þig við hann. Ég hef oft og mörgu sinnum farið út í búð með engan lista og svöng í þokkabót og endað með eitthvað í körfunni sem ég þurfti bara alls ekki!
- Keyptu þér góð nestisbox eða kælitösku fyrir nestið þitt svo það helst sem ferskast. Ég mæli með svokölluðum bento boxum eða boxum frá fyrirtækinu Sistema – þau fást í Nettó. Það er gott að eiga pínulítil nestibox til að geyma t.d. hnetu- eða möndlusmjör, hummus eða dressingar í. Ég mæli líka með glerkrukkum, mínu uppáhaldi! Ég geri reglulega chiagraut og set hann alltaf í glerkrukku.
- Eldaðu mikið í kvöldmat og taktu með þér í hádegismat daginn eftir – eitthvað sem ég geri mjög oft! Það er líka sniðugt að „mealpreppa“ á sunnudögum fyrir vikuna og spara þannig fyrirhöfn og tíma. Það getur hins vegar verið leiðinlegt að borða það sama dag eftir dag svo það er gaman að breyta til og búa til mismunandi máltíðir með sama hráefninu, t.d. ef maður notar lax getur maður gert laxasalat, vefju með laxi eða lax með sætum kartöflum og þannig ekki borðað sömu máltíðina dag eftir dag.
- Gerðu nestið þitt kvöldið áður ef þú „mealpreppar“ ekki – þetta sparar manni tíma á morgnana. Ég hef oft vaknað seinna en ég ætlaði mér og ekki haft tíma til að undirbúa neitt – bara tekið með mér banana og rokið út og svo farið í næstu búð og keypt mér að borða. Ég sker reglulega niður grænmetisbita eða ávexti og set í box kvöldið áður og hef allt tilbúið í boxum eða krukkum þegar að ég vakna – svo skelli ég því bara í töskuna!
- Vatn, vatn, vatn! Taktu með þér vatnsbrúsa. Það er mikilvægt að drekka vel yfir daginn auk þess sparar það plast og pening að koma með sinn eigin brúsa í stað þess að kaupa sér eitthvað að drekka í næstu búð.
- Skipuleggðu þig og mundu að þú ræður hvað þú borðar. Ekki pína þig að borða eitthvað sem þér finnst vont. Pakkaðu mat sem þér finnst góður og hafðu gaman að þessu. Það er svo gaman að borða hollan, góðan og litríkan mat.
- Það er sniðugt að hafa eitthvað af öllu, eitthvað trefjaríkt, eitthvað próteinríkt, eitthvað sætt, einn ávöxt, grænmetisbita o.s.frv.
Chiagrautur
Chiagrautur er algjör snilld í nestispokann því maður getur gert hann kvöldið áður og borðað morguninn eftir og þannig sparað sér tíma á morgnana. Það er hægt að gera chiagraut á ótalmarga vegu en oftast geri ég kókoschiagraut eða chiagraut með gulrótum og kanil. Ég tek grautinn oftast með mér í skólann og borða í morgunmat í pásunni minni.
Orkukúlur
Ég gjörsamlega dýrka orkukúlur! Þær eru fullkomnar þegar manni langar í eitthvað sætt en ég nota alltaf döðlur í grunninn sem eru náttúrulega sætar svo er hægt að prófa sig áfram með alls kyns hráefnum! Uppáhalds orkukúlurnar mínar eru kókoskúlur með avocado svo nýlega prófaði ég mig áfram með sesamsmjöri (e. tahini) og sesamfræjum og það kom frábærlega út!
Hummus og grænmetisbitar
Ég er með hummus á heilanum! Ég geri hummus stundum sjálf heima en ég kaupi hann oftast út í búð. Ég mæli með nýja hummusinum frá Himneskri Hollustu eða frá Cedar’s Foods. Eins og ég kom inn á áðan þá er sniðugt að skera niður grænmetið kvöldið áður og þá þarf maður ekki að hafa neinar áhyggjur morguninn eftir.
Möndlusmjör og eplabitar
Þetta combo er í algjöru uppáhaldi! Ég er örugglega ein af þeim fáu sem finnst möndlusmjörið betra heldur en hið klassíska hnetusmjör en ég bý alltaf til mitt eigið möndlusmjör heima en það er ódýrara og ekkert mál! Ég borða oftast græn epli því mér finnst þau betri en ef þú ert að skera niður rauð epli kvöldið áður er sniðugt að kreista smá sítrónusafa yfir til að koma í veg fyrir að þau verði mjög brún. Græn epli eru mun súrari og verða þess vegna síður brún.
Chia smoothie frá Voelkel og chiaskvísa frá Mamma Chia
Mér þykir mjög gott að grípa í þessar tvær vörur ef ég er að flýta mér en ég á þær alltaf til inn í ísskáp hjá mér. Ég er ekki mikið fyrir að drekka tilbúinn „smoothie“ í flösku en chia smoothie með mangó er einn af þeim fáu sem að ég get drukkið! Svo er algjör snilld að grípa með sér eina chiaskvísu!
Ég vona að þessi ráð geti komið að einhverjum notum og ég þakka ykkur fyrir að lesa
Ef þið viljið fylgjast betur með mér getið þið fylgt mér á Instagram eða bætt mér við á Snapchat en ég er undir nafninu astaeats
Þessi færsla er gerð í samstarfi við Himneska Hollustu, Voelkel og Mamma Chia
Allar myndir eru teknar af mér nema myndin af Mamma Chia skvísunum, tekin af www.mammachia.com og myndin af chia smoothie frá Voelkel, tekin af www.veganblog.de
Höfundur: Asta Eats