Search
Close this search box.
ASTA EATS

ASTA EATS

Astaaron

Systur

Á löngu tímabili borðaði ég það sem ég vildi og ég var ekkert að hugsa út í hvað ég var að láta ofan í mig en það var aðallega óhollur matur, skyndibiti og matur sem að ég var með ofnæmi fyrir. Þetta hafði auðvitað skaðleg áhrif á líkamann minn en út af ofnæminu fékk ég mikil útbrot og sár á líkamann og í andlitið, sérstaklega í kringum munninn. Ég get sagt ykkur að mér leið ekki vel en það er mjög mikilvægt að líða vel í eigin líkama. 

Astamatarmynd

Astamatarmynd02

Ég ákvað einn daginn að hlusta á líkamann minn og taka mataræðið í gegn. Ég byrjaði að gera lista yfir hollan og góðan mat, forðaðist það sem ég var með ofnæmi fyrir og prófaði mig áfram í eldhúsinu. Ég byrjaði svo að taka myndir af matnum mínum en það var ákveðin leið fyrir mig til að sjá hvað ég var að setja ofan í mig en líka til að hvetja mig að halda áfram og gefast ekki upp. Ótrúlegt en satt þá á ég ennþá gamla listann minn en ég hef aldrei týmt að henda honum. 

Astalisti

Og svona byrjaði ferðalagið mitt og þið megið endilega vera með! Ég er alltaf að prófa mig áfram í eldhúsinu, læra nýja hluti, smakka hitt eða prófa þetta og ég fæ innblástur á hverjum einasta degi. Ég játa nú alveg að það kemur fyrir að ég stelst í mat sem að ég er með ofnæmi fyrir en ég er aðeins mannleg og leyfi mér stundum smá. Auk þess fæ ég varla ofnæmisviðbrögð eftir að ég breytti um mataræði en eins og staðan er núna er ég mikið að prófa mig áfram í vegan-fæði og hefur það haft ótrúlega góð áhrif á líkamann minn.

Ég hlakka til að deila með ykkur uppskriftum, fróðleik og hugmyndum. Ef þið viljið fylgjast betur með mér getið þið fylgt mér á Instagram eða bætt mér við á Snapchat en ég er undir nafninu astaeats

Þangað til næst, verið heil og sæl.  

Heil og sæl! Ég heiti Ásta og er nýjasti meðlimurinn í H Magasín teyminu. Ég er 22 ára gömul, fædd og uppalin í Vesturbænum og ég er þessi þreytandi týpa sem að þarf alltaf hreint að taka myndir af matnum sínum … og ég elska það! Ég er í sambúð og kem úr stórri fjölskyldu en ég á 4 systkini. Fyrst og fremst er ég matgæðingur og námsmaður en ég er að læra lögfræði og viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík. 

NÝLEGT