Search
Close this search box.
Avókadó ketó súkkulaðikaka

Avókadó ketó súkkulaðikaka

Það er enginn skortur á einstaklega bragðgóðum ketó eftirréttum hjá Kristu. Hér á ferð er það ketóvæn súkkulaðikaka þar sem uppistaðan er m.a. avókadó. Þessi uppskrift hentar einnig þeim sem eru ekki á ketó en eru eftir sem áður að leita sér að hollum og bragðgóðum eftirrétti eða millimáli.

Innihald

 • 100 g sæta Good good, Sweet sweetness
 • 2 avocado
 • 2 egg
 • 1 tsk vanilludropar
 • 3 msk eða 60 g kókosolía
 • 100 g dökkt súkkulaði sykurlaust
 • 1/4 tsk matarsódi
 • 1 tsk vínsteinslyftiduft
 • 90 g möndlumjöl frá NOW
 • 1/4 tsk salt
 • 30 g kakó

Aðferð

Setjið fínmalaða sætu og avocado í blandara.

Bætið við eggjum, bræddri kókosolíu og súkkulaði og blandið vel saman

Færið maukið yfir í hrærivél ef blandarinn ræður ekki við meira magn. Bætið þurrefnum saman við og hrærið vel saman

Hellið deiginu í þunnt form 20 x 30 cm með smjörpappír og bakið í 180° heitum ofni í 20 mín.

Látið kökuna kólna vel áður en hún er skorin í bita.

NÝLEGT