Back to school

Back to school

Í fjölbraut notaði ég svarta Herschel tösku (efst til hægri á myndinni) og hún reyndist mér mjög vel. Ég notaði hana það mikið að hún eyðilagðist síðustu önnina og þurfti ég að fá mér nýja. Ég keypti þá öðruvísi snið en hélt mér við Herschel töskurnar. Ég fékk mér aftur svarta (neðst til hægri á myndinni) og hef notað hana mikið síðan, ekki bara sem skólatösku heldur hefur hún fengið að fara í ótalmörg ferðalög. Mikið og gott pláss með sér hólfi fyrir tölvuna. Herschel töskurnar fást í Gallerí 17 eða á heimasíðunni þeirra. Þær eru einnig til í Galleri Ozone á Akranesi.

Herschel---skólatöskur_aldis

Fyrir þennan skólavetur keypti ég mér nýja skólatösku. Ég keypti mér gráa Fjallraven tösku á Asos en þær fást einnig í búðinni Geysi hér heima. Taskan er steingrá (efst til vinstri á myndinni), létt og með gott pláss fyrir bækur. Hún er einnig með sér hólf fyrir tölvuna. 

Fjallraven---skólatöskur_aldis

Ef við berum þessar tvær töskur saman og hugsum út í þægindinn er Herschel taskann aðeins betri kostur. Það er góður stuðningur við bakið og böndinn eru þykkari en á Fjallraven töskunum. Þær hafa svipað mikið pláss til að bera dót en Fjallraven taskan þolir ekki eins mikla þyngd, sem er ókostur. 

Gott að hafa í skólatöskunni

  • Tölva – Hleðslutæki 
  • Heyrnatól 
  • Pennaveski 
  • Glósumiðar
  • Dagbók 
  • Glósubók 
  • Varasalvi
  • Vatnsbrúsi
  • Tyggjó

Ég ákvað að setja saman nokkur skólaoutfitt. Það er ekkert verra en að vera í óþægilegum fötum þegar maður er að læra allan daginn og situr mikið við. Skórnir skipta líka miklu máli, sérstaklega þegar þú þarf að vera í þeim allan daginn. Hér eru nokkrar hugmyndir. 

Aldis_skolatöskur

Aldis_skólatöskur2

Aldis_skolatöskur3

Aldis_skolatoskur9

Aldis_skolatoskur11

Aldis_skolatoskur8

Ég ætla að setja inn færslu hér á bloggið þegar skólinn er byrjaður, lýsa því hvernig mér finnst best að skipuleggja mig. Ég tel mig vera nokkuð skipulagða manneskju og vil hafa allt á sínum stað. Þangað til næst!! 

Instagram: aldisylfah

Aldís Ylfa

 

NÝLEGT