Bætiefnadagar í H Verslun

Bætiefnadagar í H Verslun

Við megum til með að deila með ykkur lesendur góðir að nú í mars mánuði eru bætiefnadagar í H Verslun en þá býðst 25% afsláttur af öllum bætiefnum frá NOW. Það er því hægt að gera kjarakaup sem miða að því að bæta heilsuna okkar, efla og styrkja varnir líkamans.

Nokkrar vörur sem eru á afslætti sem vert er að skoða:

NOW Astaxanthin: Öflugt andoxunarefni sem dregur úr bólgum og nýtist vel gegn liðavandamálum. Getur haft jákæð áhrif á almenna augn heilsu sem og haft góð áhrif á ónæmiskerfið. Þá er þetta frábær innri sólarvörn en astaxanthin hjálpar til við að vernda húðina gegn útfjólubláum geislum sólarinnar.

NOW Collagen Peptides Powder: Kollagen er prótein sem finnst í miklum mæli í líkömum okkar eða u.þ.b. 30%. Það er okkur mikilvægt til að viðhalda heilsu hárs, húðar, nagla, beina, liða og liðamóta. Kollagenið í Collagen peptiedes powder frá Now er af gerð 1 og 3 en það er talið einstaklega gott fyrir bein, liði og húð.

NOW omega 3-6-9: Omega 3-6-9 er blanda af 5 næringarríkum olíum sem eru góðar fyrir húð og eru stuðningur við ónæmiskerfið. Inntaka af omega 3-6-9 er góð fyrir hjarta og æðakerfi. Það er gott jafnvægi milli omega 3-6 og 9. Omega 3-6-9 gæti dregið úr þunglyndi og minnkað blóðþrýsting.

NOW Probiotic 10™ 100 Billion: Hentar vel fyrir tímabundin óþægindi í meltingarvegi en hér er um mjög sterka blöndu að ræða (100 milljarðar). Regluleg inntaka meltingagerla styður við heilbrigða þarmaflóru en heilbrigð þarmaflóra hjálpar við upptöku á næringarefnum. Styður heilbrigt ónæmiskerfi.

Whey Isolate Prótein: Mysuprótein (Whey Protein Isolate) án gerviefna. Með súkkulaðibragði. Sætt með lífrænni stevíu og xylitol. Án aspartam, sucralose, acesulfame-k. Inniheldur BCAA amínósýrur.

Þessar vörur sem og aðrar sem eru á afslætti má finna inn á vefverslun H Verslunar eða með því að smella hér.

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

NÝLEGT