Bætiefni fyrir fólk sem er Vegan

Bætiefni fyrir fólk sem er Vegan

Vegan mataræði hefur verið að ryðja sér til rúms hjá almenningi undanfarið, það sést best í auknu úrvali á vegan valmöguleikum á veitingastöðum og í matvöruverslunum. Þar sem vegan mataræði takmarkar stóra fæðuflokka, s.s. allar dýraafurðir, er mikilvægt að huga að nokkrum þáttum. Sem dæmi má nefna mikilvægi þess að velja fjölbreytt, hollt og heilnæmt plöntufæði, borða nægjanlegt magn af kalóríum, prótínum (allar nauðsynlegu amínósýrurnar) og fitusýrum (omega 3 – DHA og EPA). Síðast en ekki síst skal taka bætiefni til að vinna upp það sem er erfitt og/eða jafnvel ómögulegt að fá úr fæðunni.

Hér að neðan má finna þau bætiefni sem væri sniðugt að taka á vegan mataræði. 

B12 vítamín

B12 vítamín er okkur öllum lífsnauðsynlegt en það finnst að mestu í dýraafurðum og er grænmetisætum sérstök hætta á skorti. B12  er nauðsynlegt m.a. við myndun nýrra rauðra blóðkorna og  getur skortur valdið blóðleysi, þrekleysi og síþreytu. B12 vítamín stuðlar einnig að heilbrigði tauga- og ónæmiskerfis og eðlilegri sálfræðilegri starfsemi.

B12 vítamín í H Verslun

D vítamín

Við sem búum á norðlægum slóðum erum farin að þekkja D vítamín og mikilvægi þess ansi vel þar sem það fæst að mestu úr sólinni en einnig úr dýraríkinu ss. feitum fisk, ost og eggjum. Ég ráðlegg öllum sem búa á norðlægum slóðum að taka d-vítamín en sérstaklega þeim sem sneyða algjörlega framhjá dýraafurðum.  D vítamín er m.a. nauðsynlegt fyrir bein og tennur, vöðvana og ónæmiskerfið

D vítamín í H Verslun

Prótein Plant Complex

Dýraafurðir s.s. kjöt innihalda allar nauðsynlega og ónauðsynlegu amínósýrurnar því kjöt er vöðvi og vöðvar eru samofnar amínósýrur. Sjaldgæft er að einstakar vegan fæðutegundir innihaldi allar amínósýrurnar, því þarf að hafa hugfast að borða fjölbreytta fæðu. Einnig er hægt að taka próteinblöndur eins og Plant Protein Complex frá NOW. Hún inniheldur blöndu af vegan próteini og því fjölbreytt úrval amínósýra.

Plant Complex Protein í H Verslun

Höfundur: Arnór Sveinn

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

NÝLEGT