Bætiefni fyrir prófatíðina

Bætiefni fyrir prófatíðina

Þú færð prófapakkann frá NOW hér

Rhodiola, einnig þekkt sem burnirót eða arctic root, er jurt sem vex m.a. á norðlægum slóðum og hafa forfeður okkar því nýtt sér hana í gegnum aldirnar. Rhodiola er góður orkujafnari (e. Adaptogen) og virkar því vel gegn stressi og þreytu. Rhodiola er einnig talin geta aukið hugræna getu og góð virkni hennar á fasið er viðurkennd. Allt eru þetta hlutir sem þurfa að vera í lagi í miklu álagi prófanna og Rhodiola jurtin því hentug.[1]

Omega 3. Það þarf varla að kynna fiskiolíu fyrir íslensku þjóðinni en hún hefur verið partur af mataræði okkar í gegnum aldirnar. Omega 3 er unnið úr fiskiolíu og inniheldur mikilvægu fitusýrurnar DHA og EPA en þær eru nauðsynlegar fyrir eðlilega virkni sjónar og heilans. Omega 3 fitusýrur eru einnig mikilvægar til að viðhalda eðlilegum blóðþrýstingi og eðlilegu magni þríglyseríða í blóði sem er mikilvægt til að sporna við ýmsum sjúkdómum, á borð við hjarta og æða sjúkdómum og sykursýki.

Omega 3 hefur verið rannsakað í tengslum við minni og námsgetu. Ein rannsókn á ungu fólki (18-25 ára) sýndi, eftir 6 mánuði af inntöku á omega 3 fiskiolíu, aukið minni þátttakenda. Önnur rannsókn sýndi að inntaka á DHA fitusýrum auki munnlega færni hjá eldra fólki sem benti til skilvirkari heilastarfsemi. Það er vel viðurkennt að omega 3 fitusýrur eru nauðsynlegar fyrir góða heilastarfsemi sem er auðvitað lykilþáttur að árangri í prófum. [2]

Ginkgo biloba, einnig þekkt á íslensku sem musteristré, er jurt sem notuð hefur verið í náttúrulækningum í aldanna rás í austurlöndum. Jurtin er notuð til að auka minni og hugræna getu og hefur reynst nokkuð vel í þeim tilgangi. All nokkrar rannsóknir sýna fram á að regluleg inntaka ginkgo biloba auki skammtíma minni og dragi úr hrörnun heilans.[3]

Á prófatímabili er mikið álag og því þarf að vera sérstaklega vakandi fyrir öllum þeim þáttum sem snerta heildar heilbrigði okkar. Bætiefni eru engin töfralausn til þess að ná árangri í prófum, heldur einn mikilvægur þáttur sem getur hjálpað og komið okkur í gegnum stutt tímabil þar sem álag er mikið. Gangi ykkur vel!

Nældu þér í prófapakkann frá NOW á aðeins 4.990 kr á H Verslun


[1] https://examine.com/supplements/rhodiola-rosea/

[2] https://examine.com/supplements/fish-oil/

[3] https://examine.com/supplements/ginkgo-biloba/

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

NÝLEGT