Bætiefni geta verið góð viðbót við heilbrigt líferni

Bætiefni geta verið góð viðbót við heilbrigt líferni

Áður en bætiefni eru valin þarf að hafa í huga að þau eru sjaldnast “töfralausnin” sem leysa öll vandamál. Einnig er gott að spyrja sig spurninga eins og: Er innihaldið unnið úr gæðahráefnum? Er hægt að treysta framleiðandanum? Hversu nauðsynleg er inntaka þessara bætiefna? Erfitt getur verið að finna augljós svör við þessum spurningum en fræðsla er aðalatriðið.

Now uppfyllir stranga gæðastaðla

Bætiefnin frá Now standast mínar gæðakröfur og óhætt er að segja að þær smellpassi við mína hugmyndafræði um heilsusamlegt líferni. Now uppfyllir stranga gæðastaðla, t.d. GMP (good manufacturing practices) staðalinn, þar sem þeir hafa alltaf fengið hæstu einkunn eða „A“ alveg frá upphafi. Now er framleiðandi sem ég treysti, sem framleiðir úr gæðahráefnum og notar framleiðsluaðferðir sem tryggja gæði.

Þetta eru þær vörur frá Now sem ég hef prófað og mæli eindregið með:

Liquid Vitamin D-3, extra strength

Það er gríðarlega mikilvægt að taka D-vítamín bætiefni, sérstaklega fyrir fólk sem býr á norðlægum slóðum. Húðin vinnur D-vítamín úr sólarljósi sem er af skornum skammti á þeim svæðum.

Skoða vöru

Adam fjölvítamín fyrir karlmen

Fjölvítamínið Adam frá Now er sérhannað með karlmenn í huga. Það inniheldur vítamín sem þeir þurfa til þess að viðhalda góðri heilsu. Það er bætt með blöndu af jurtum og seyðum sem gerir það ennþá betra. Eve er samsvarandi fjölvítamín frá Now fyrir konur.

Skoða vöru

Green phyto foods

Green phyto foods er næringarblanda full af “ofurfæðu” m.a. mikið af grænu grænmeti. Mér finnst gott að setja þessar blöndur í morgunhræringinn til að gera hann enn næringarríkari. Einföld leið til þess að fá fjölbreytta flóru af grænu í daglegt mataræði.

Probiotic 10, 25 billion

Að hafa góða meltingarflóru er gríðarlega mikilvægt. Það er margt sem getur haft áhrif á flóruna en ljóst er að mataræði á stóran þátt í að móta hana. Mér finnst gott að taka meltingargerla til að koma jafnvægi á flóruna nánast samstundis þar sem mataræðið er sjaldnast 100%.

Skoða vöru

Höfundur: Arnór Sveinn Aðalsteinsson

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

NÝLEGT