Bætiefni og vítamín: Hvað? Hvenær? Af hverju?

Bætiefni og vítamín: Hvað? Hvenær? Af hverju?

B-12 tuggutöflur

Hvenær: Hvenær sem er yfir daginn tek ég eina tuggutöflu. Langar líka að prufa spreyið en tuggutöflurnar eru fínar og góðar á bragðið.

Af hverju: Af því að ég borða ekki kjöt.

D-Vítamín

Hvenær: Með hádegismatnum.

Af hverju: Það hafa flestir heyrt þessa gömlu tuggu en þetta er vítamín sem við verðum 100% að taka, sérstaklega við sem búum á klakanum. Ég tek sterkar perlur frá NOW, tvær á dag.

Plant protein complex – Plöntuprótein

Ég er alveg ómöguleg ef ég á ekki til plöntuprótein heima. Ég og Finnur búin oftast til boost kvöldinu áður og tökum með okkur út í daginn morguninn eftir. Ég prufaði um daginn líka að gera kaldan graut með próteininu og hann kom virkilega á óvart:

  • 1 dl tröllahafrar frá Himneskri hollustu
  • 1 tsk chia-fræ
  • Dass af kanil
  • 1 skeið af próteini
  • Möndlumjólk frá Isola Bio (ljósbláa, sykurlausa)
  • Frosin bláber

Allt sett í box og inn í ísskáp. Svo gríp ég hann bara með mér um morguninn.

82953C24-7ADD-4A75-AA7A-C1AA8BFAF431_1513615435401

Morgunboostið góða – uppskrift hér.

Góðgerlar

Hvenær: Helst á fastandi maga á morgnana en annars bara hvenær sem er yfir daginn, betra að taka þá en ekki.

Af hverju: Ég hef alltaf verið smá magavesenis-pési en er reyndar miklu, miklu betri í dag eftir að ég tók aðeins til í mataræðinu. En góðgerlar eru frábærir fyrir magaflóruna. Þeir sem ég tek reglulega eru:

  • 4×6 Acidophilus
  • Probiotic-10 25 billion (ef ég ætti að velja eitt af þessu þrennu tæki ég þessa blöndu en mér finnst gott að taka mismunandi og ekki alltaf það sama)
  • Probiotic Defense (inniheldur líka ofurfæðu eins og spirulina, chlorella, hveitigras o.fl.)

08668EC0-16B5-4BA9-A3AB-1BAF7F81C8F9_1513614527304

Rhodiola

Hvenær: Tek oftast á sama tíma og ég tek magagerlana.

Af hverju: Á að lækka cortisól hormónið (stress hormónið) og þar með vinna gegn stressi. Tek því! 

Hvítlaukstöflur (Odorless garlic)

Af hverju: Hvítlaukur er frábær við öllu bókstaflega. Hann er góður fyrir þá sem hafa háan blóðþrýsting, fyrir ónæmiskerfið og svo margt fleira. Þetta datt nýlega inn hjá mér eftir ráðleggingar frá sérfræðingi og hefur haldist síðan.

Hvenær: Hvenær sem er yfir daginn eftir máltíð, oftast eftir hádegismat.

Indíana Nanna

Hvað? Hvenær? Af hverju? 

Mér fannst tilvalið að renna yfir þau bætiefni og vítamín sem ég tek reglulega og segja ykkur aðeins frá þeim. Ég lít alls ekki á mig sem einhvern sérfræðing í þessu en ég er hins vegar heppin að þekkja einstaklinga sem eru mjög fróðir í þessu. Öll mín bætiefni eru frá NOW Foods en ég er líka svo heppin að fá að vera í smá samstarfi við það merki.

NOW leggur svakalega áherslu á gæði og hreinar vörur. Þau eru með þvílíkt stranga staðla og prófa vörurnar sínar margoft áður en þau hleypa þeim í sölu. Ég treysti þessu merki því mjög vel og ég hef notað það mikið núna í sirka eitt og hálft ár.

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

NÝLEGT