Bætiefni: Oliver Sigurjónsson knattspyrnumaður

Bætiefni: Oliver Sigurjónsson knattspyrnumaður

Tekur þú vítamín og bætiefni dagsdaglega?

Ég tek öll mín vítamín og bætiefni frá NOW foods. Þær vörur eru hágæða og standast allar kröfur sem ég þarf að fylgja til þess að mega nota þær samhliða fótboltanum.

Hvaða bætiefni tekur þú?

  • ZMA: Alltaf fyrir svefn tek ég ZMA (Zinc, Magnesium og vitamin b-6) frá NOW sem á að hjálpa til við endurheimt og að slaka á vöðvunum.
  • Probiotic-10 (50 billion): Stundum tek ég þessa meltingargerla sem eru góðir fyrir magaflóruna og meltinguna.
  • ADAM: Fjölvítamín fyrir karlmenn. Ég æfi mikið og þarf mikið af vítamínum. Þetta er alvöru stöff!
  • Omega 3-6-9: Minnkar bólgur og inniheldur góðar fitusýrur sem ég þarf á að halda til þess að hafa meiri orku.
  • Vitamin D-3: Við búum á Íslandi og fáum því miður ekki nóg af D-vítamíni frá sólinni (né ljósabekkjum).
  • B-12: Mörg okkar eru ekki að fá nóg af B-12 vítamíni úr fæðunni (sérstaklega þeir sem eru vegan). Þetta er auka næring fyrir heilann og taugakerfið.
  • Creatine Monohydrate: Er nýbyrjaður að taka þetta og þetta af og til. Creatine er eitt mest rannsakaða fæðubótarefnið í heiminum og það er til nóg af fróðleik á netinu. Nánast allar rannsóknir segja að þetta hjálpi til ef þú æfir rétt og notar það skynsamlega. Ég veit að margir í ítölsku úrvalsdeildinni nota creatine.
  • Whey Protein: Tek það alltaf eftir æfingar eða leiki (helst innan við 2ö mín eftir æfingu eða leik svo að það nýtist mér sem best).
  • Amino Pre-Workout: Tek þetta ef ég er þreyttur fyrir æfingu. Gefur mér orku og ég get æft lengur og betur. Hausinn fer líka að trúa því sem er í rauninni allt sem þú þarf.

Finnur þú mun á þér þegar þú tekur bætiefni?

Ég finn mun á endurheimtinni hjá mér ef ég tek ekki öll vítamínin og próteinið. Ég verð þreyttari fyrr á æfingu og almennt. Þegar ég var á creatine-inu, tók ég power- og sprengju æfingar því ég þarf að bæta það, þar hjálpaði creatine-ið klárlega. Amino Pre-Workout-ið virkar fyrir fótbolta- og sérstaklega lyftingaræfingar.

Nú þegar keppnistímabilið er að hefjast tekur þú þá önnur bætiefni en yfir vetrartímann?

Nei ég reyni að gera það sama á veturna og á sumrin. Ef ég ætla bara að vera með heilum huga þegar tímabilið er, þá er ég að eyða 7 mánaða undirbúningstímabili í frekar lítið.

Færðu ráðleggingar varðandi hvað þú átt að taka?

Góður vinur minn Arnór Sveinn Aðalsteinsson veit rosalega mikið um mataræði og bætiefni. Guðjón Ingólfsson (Toppþjálfun) lyftingarþjálfari er einnig fróður varðandi bætiefni sem maður fær ekki nóg af úr fæðunni.

Fæðan er mikilvægust.

 

Einhver ráð sem þú vilt gefa varðandi notkun bætiefna?

Mikilvægt er að skoða sig einnig um á netinu, fara á góðar síður og sigta út hvað er trúverðugt. Bætiefni heita bætiefni til þess að bæta við það sem við fáum ekki úr fæðunni en fæðan er mikilvægust. Oft á tíðum er erfitt að fá ráðleggingar um hvað sé best fyrir mann sjálfan að taka, eða hvort maður eigi að taka einhver bætiefni yfir höfuð. Það er til nóg af lyftingaþjálfurum og næringarfræðingum á Íslandi. Endilega nota Google eða spyrja fólk og komast í samband við einhvern sem kann sitt fag.

What you put in is what you get out!

 

Höfundur: Oliver Sigurjónsson / H Talari

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

NÝLEGT