Search
Close this search box.
Bætiefnin sem hlaupararnir mæla með

Bætiefnin sem hlaupararnir mæla með

Þeir Arn­ar Pét­urs­son og Þórólf­ur Ingi Þórólfs­son, sem eru á meðal fremstu hlaup­ara lands­ins, deila hér með les­end­um hvaða bæti­efn­um þeir mæla með í ný­út­gefnu heilsu­blaði Hag­kaupa í til­efni að heilsu­dög­um.  

Báðir stefna þeir á að taka þátt í Eld­s­lóðinni sem er eitt glæsi­leg­asta ut­an­vegs­hlaup lands­ins þann 3. sept­em­ber og því mik­il­vægt að hefja mark­viss­an und­ir­bún­ing sem fyrst.  

Arn­ar seg­ir að ut­an­vega­hlaup séu frá­bær hreyf­ing þar sem í þeim er hlaupið á mýkra und­ir­lagi og þannig för­um við bet­ur með lík­amann. Hann seg­ir einnig að tím­inn sé mun fljót­ari að líða í ut­an­vega­hlaup­un­um þar sem nátt­úr­an spil­ar stórt hlut­verk. Eld­s­lóðin er með fjöl­breytt und­ir­lag sem ger­ir hlaupið að skemmti­legri upp­lif­un bæt­ir Arn­ar við.   

Þórólf­ur tek­ur í sama streng og hef­ur orð á því að hon­um finn­ist best að kom­ast út í nátt­úr­una að hlaupa og ná þannig góðri end­ur­heimt fyr­ir lík­ama og sál. Ut­an­vega­hlaup séu frá­bær leið til þess að stunda hreyf­ingu og upp­lifa kyrrðina í nátt­úr­unni á sama tíma. Þórólf­ur seg­ir NOW Eld­s­lóðina vera ein­stak­lega fal­lega hlaupaleið í bak­g­arði Höfuðborg­ar­svæðis­ins og eina keppn­is­hlaupið á land­inu þar sem sést í eld­gosið í Fagra­dals­fjalli.

Þórólf­ur mæl­ir með: 

Þórólf­ur mæl­ir með Ultra B-12, Omega-3, Full spectr­um Miner­als Caps og electrolytes freyðitöfl­um. Einnig tek­ur hann inn rauðrófu­duft fyr­ir all­ar keppn­ir.  

Þórólfi þykir best að hlaupa úti í náttúrunni.

Arn­ar Pét­urs mæl­ir með: 

Arn­ar mæl­ir með því fyr­ir hlaup­ara að taka inn B-12 ultra, Iron Comp­l­ex, D-víta­mín og Omega-3. 

B-12: B-12 stuðlar að eðli­leg­um, orku­gæf­um efna­skipt­um. B-12 stuðlar að eðli­legri starf­semi tauga­kerf­is­ins. B-12 stuðlar að því að draga úr þreytu og lúa.  

D vitam­in: D vitam­in stuðlar að viðhaldi eðli­legra beina. D vitam­in stuðlar að viðhaldi eðli­legr­ar vöðva­starf­semi.  

Rauðrófu­duft: Rauðrófu­duftið er unnið úr þurrkuðum rauðróf­um. Rauðróf­urn­ar eru mjög nær­ing­ar­rík­ar og ein mat­skeið af NOW rauðrófu­dufti sam­svar­ar 2,5 heil­um rauðróf­um. 

Lesa má heilsu og lífstílsblað Hagkaups hér.

NÝLEGT