Baka hefur opinberlega gefið út 3 lög: “Live Up To My Name” sem var nokkuð vinsælt í sumar og nú í októbermánuði gaf hann út lögin “Money In The Bank” og “I Am Who I Am”.
Baka var 13 ár í fangelsi og losnaði út í byrjun árs 2015 við mikla hamingju Drake og félaga. Hann sat inni fyrir einhverskonar aðild að mansali, mér tókst ekki að googla nákvæmlega hvað það var sem hann gerði, en það var vissulega ekki vægt þar sem hann sat inni í 13 ár. Vert er að minnast á að glæpsamlegt athæfi mannsins fordæmi ég að öllu leyti. Hins vegar er ýmislegt ólíkt við menninguna sem hann hefur hrærst í og þá sem við Íslendingar þekkjum. Það er talsvert lengri og margbrotnari umræða sem verður ekki rakin hér í þessum pistli.
Baka birtist almenningi fyrst í outro-inu á “From Time” af Nothing Was The Same (mín persónulega uppáhalds Drake plata) árið 2013. Einnig minntist Drake á Baka í laginu Schemin’ Up með línunum “And it kills me to yell out free Baka again” og gerði hann svo ódauðlegan með “I might declare it a holiday as soon as Baka get back on the road” úr laginu “Know Yourself” af If You’re Reading This, It’s Too Late. Baka ber einnig gríðarlega mikla virðingu fyrir Drake eins og hann rappar eftirminnilega með hótunartóni í röddinni “Diss the boy are you insane?” á Live Up To My Name laginu sínu.
Sem fyrrverandi alvarlegur Drake aðdáandi, eða svokallaður “stan” hef ég alltaf vitað hverjir allir í crew-inu hans eru og fylgdist vel og vandlega með þeim í leit að upplýsingum um Drake. Eftir að Views kom út þá minnkaði aðdáun mín á Drake hægt og rólega og síðan gerði More Life platan í rauninni útslagið. Ég er ekki að segja að Drake sé ömurlegur í dag (3-4 virkilega góð lög á More Life) heldur er ég ekki lengur algjörlega heltekinn af honum, og spáði þar af leiðandi ekkert í því þegar Baka skrifaði undir samning hjá OVO Sound í sumar og gaf út Live Up To My Name.
Núna þegar lögin Money In The Bank og I Am Who I Am komu út í þessum mánuði kom það mér virkilega á óvart hvað ég fílaði þetta mikið. Baka rappar á einfaldan og skýran hátt og hann vinnur mikið með einfaldar línur sem eru samt einhvernveginn fáránlega góðar eins og t.d “If I tatted tears, I’d be crying to my beard, man”, “just know i’m a shooter first and rap is not my thing” og “my celly trippin’ cause i got a cellie in my cell”. Einnig eru taktarnir sem Baka rappar á sjúklega góðir og spila þeir vissulega stóran part í velgengni og gæðum laganna.
Lögin sem Baka hefur nú þegar gefið út eru öll partur af mixteipinu “4 Milli” sem á að koma út einhverntímann á þessu ári. Ég bíð mjög spenntur eftir þessu mixteipi og vona að það verði jafn gott og lögin sem hann gaf út í aðdraganda þess. Hér að neðan eru síðan þessi 3 lög sem ég ræddi um fyrir ofan inná youtube.
https://www.youtube.com/watch?v=1CG42XV0LOE
https://www.youtube.com/watch?v=bbBRLkaN87s
https://www.youtube.com/watch?v=GP1m11gRPQ8