Höfundur: Ragga Nagli
Ertu þreytt(ur) á gamaldags graut kokkuðum á hlóðum? Hvað með að prófa bakaðan súkkulaðigraut til tilbreytingar?
Því ef þú ert ekki að urlast úr tilhlökkun fyrir heilsusamlegum máltíðum þá muntu ekki endast nema nanósekúndu sem heilsumelur.
Ef tilhugsunin um leiðindi og svekkelsi í morgunmat þá verður aðeins of freistandi að teygja sig í Kókópöffsið og Nýmjólkina.
Þessi bakaði súkkulaðigrautur er riddarinn á hvíta hestinum og bjargar þér úr leiðinlegum einhæfum hollustumáltíðum og kynnir þig fyrir óendanlegum möguleikum sem hægt er að gera úr haframjöli. Fleiri gómsætar uppskriftir er að finna í Haframjölshefti Naglans.
Kollagenduft bætir prótíni í þessa máltíð og þar sem það er algjörlega bragðlaust þá breytir það engu í bragðupplifuninni. Þessi gaur er algjört partý í munninum, svo búðu þig undir stuð og stemmningu hjá bragðlaukunum.
Uppskrift
50g Gróft haframjöl (MUNA)
30g kollagen prótínduft (bragðlaust)
1 msk dökkt kakó (Muna)
4-7 Good Good stevia dropar
1/2 stappaður banani
1/2 tsk lyftiduft
1 dl ósætuð möndlumjólk (t.d Isola fæst í Nettó)
Blanda öllu saman og hella í litla steypujárnspönnu.
Toppa með ósætuðum súkkulaðibitum eða kakónibbum.
Baka á 175° í 20-25 mínútur.
Toppa með hnetusmjöri, niðurskornum banana eða hverju sem hugurinn girnist áður en þú potar gafflinum í þennan unað.
Bon appetit !
Með kveðjur frá Köben
Ragga Nagli