Banana ‘french toast’

Banana ‘french toast’

Innihald:

  • 2-3 brauðsneiðar
  • 1 stappaður banani
  • 1/2 dl af möndlumjólk frá Isola Bio
  • Kanill frá Himneskri Hollustu (eftir smekk)

 

Aðferð: 
Stappið saman einn banana í mauk og bætið við möndlumjólkinni og kanil eftir smekk og hrærið vel saman þar til þið fáið deig. Dýfið svo brauðsneiðinni í deigið og þekið báðar hliðar vel. Næst skal setja feiti að eigin vali á pönnu, t.d. kókosolíu eða ‘cooking spray’, og steikja brauðið á meðalháum hita í nokkrar mínútur á hvorri hlið. 

Berið brauðið fram með ferskum ávöxtum, hlynsírópi eða jafnvel með nýja súkkulaði- og heslihnetusmjörinu frá GoodGood Brand, það er hættulega gott, sérstaklega með ferskum jarðaberjum og banana. Algjört lostæti! 

Njótið vel og eigið góða helgi kæru lesendur!

Ef þið viljið fylgjast betur með mér getið þið fylgt mér á Instagram eða bætt mér við á Snapchat en ég er undir nafninu astaeats

Þangað til næst, verið heil og sæl! 

Höfundur: Asta Eats

NÝLEGT