Barbell & Bodyweight para æfing með alvöru bragði!

Barbell & Bodyweight para æfing með alvöru bragði!

Höfundur: Coach Birgir

Jú, kannski erum við svolítið lituð af því að hafa ekki æft inni á æfingastöð síðastliðna 8 mánuðina og þar af leiðandi EXTRA ánægð með að geta loksins notað stangirnar aftur utandyra eftir sérlega langt kulda og rigningavor hér í Kaupmannahöfn. En ég fer ekki ofan af því að æfingin var virkilega skemmtileg og bauð upp á allt sem góðar paraæfingar eiga að bjóða upp á.

Æfingin er þannig uppbyggð að æfingafélagarnir skiptast á að gera aðra hverja æfingu í settinu í 10 umferðir samtals en æfingarnar eru 10 talsins þar sem önnur hver æfing er æfing með lyftingarstöng en hin á móti er æfing með eigin líkamsþyngd.

Markmið æfingarinnar er svo að ná að klára allar umferðirnar 10 á innan við 35 mínútum en það eru tímamörk æfingarinnar. Mikilvægt er að velja sér þyngd sem hæfir öllum æfingunum þar sem sama þyngd er notuð í gegnum alla æfinguna en í okkar tilviki var það 30 kg sem kvennaþyngd og 50 kg sem karlaþyngd. Var það vel við hæfi þar sem langt var síðan lyftingastangirnar voru brúkaðar í hraðaæfingu síðast. 😊

Þið finnið að sjálfsögðu ykkar eigin þyngdir hvort sem þær eru þyngri eða léttari.

Þar sem æfingarnar í settinu eru 10 talsins, lendir félagi B í því að gera tvær æfingar í röð í annarri hverri umferð eða þegar hann klárar síðustu æfinguna í settinu en fer svo beint í að gera fyrstu æfinguna í næsta setti. Gerir þetta æfinguna bara aðeins meira ”spicy” og pressar okkur að halda hraða þrátt fyrir að fá ekki þessa reglubundnu pásu sem við annars fáum í gegnum alla æfinguna.

Við vonum innilega að þið prófið og jafnvel sendið okkur skilaboð inn á Instagramið okkar varðandi hvernig gekk og hvað ykkur fannst um æfinguna.

Þið finnið okkur hér

Haldið áfram að vera hrikaleg og okkar bestu kveðjur frá Köben.

Biggi og Linda

www.coachbirgir.com

”Barbell & Bodyweight” Paraæfing

Þar sem félagarnir skiptast á að gera aðra hverja æfingu út í gegnum æfinguna í 10 umferðir samtals með 35 mínútna tímamörkum.

7 Clean með stöng 50/30kg
10 Kassahopp
7 Floorpress með stöng 50/30kg
10 V-Ups kviðkreppur
7 Snatch með stöng 50/30kg
10 Burpees
7 Framhallandi róður með stöng 50/30kg
10 Tuck Crunch kviðkreppur í TRX bandi eða hangandi fótalyftur
7 Front Squats með stöng 50/30kg
10 Hand Release Armbeygjur

Þú finnur allt fyrir æfinguna í H Verslun

NÝLEGT