Höfundur: Coach Birgir
Jú, kannski erum við svolítið lituð af því að hafa ekki æft inni á æfingastöð síðastliðna 8 mánuðina og þar af leiðandi EXTRA ánægð með að geta loksins notað stangirnar aftur utandyra eftir sérlega langt kulda og rigningavor hér í Kaupmannahöfn. En ég fer ekki ofan af því að æfingin var virkilega skemmtileg og bauð upp á allt sem góðar paraæfingar eiga að bjóða upp á.
Æfingin er þannig uppbyggð að æfingafélagarnir skiptast á að gera aðra hverja æfingu í settinu í 10 umferðir samtals en æfingarnar eru 10 talsins þar sem önnur hver æfing er æfing með lyftingarstöng en hin á móti er æfing með eigin líkamsþyngd.
Markmið æfingarinnar er svo að ná að klára allar umferðirnar 10 á innan við 35 mínútum en það eru tímamörk æfingarinnar. Mikilvægt er að velja sér þyngd sem hæfir öllum æfingunum þar sem sama þyngd er notuð í gegnum alla æfinguna en í okkar tilviki var það 30 kg sem kvennaþyngd og 50 kg sem karlaþyngd. Var það vel við hæfi þar sem langt var síðan lyftingastangirnar voru brúkaðar í hraðaæfingu síðast. 😊
Þið finnið að sjálfsögðu ykkar eigin þyngdir hvort sem þær eru þyngri eða léttari.


Þar sem æfingarnar í settinu eru 10 talsins, lendir félagi B í því að gera tvær æfingar í röð í annarri hverri umferð eða þegar hann klárar síðustu æfinguna í settinu en fer svo beint í að gera fyrstu æfinguna í næsta setti. Gerir þetta æfinguna bara aðeins meira ”spicy” og pressar okkur að halda hraða þrátt fyrir að fá ekki þessa reglubundnu pásu sem við annars fáum í gegnum alla æfinguna.
Við vonum innilega að þið prófið og jafnvel sendið okkur skilaboð inn á Instagramið okkar varðandi hvernig gekk og hvað ykkur fannst um æfinguna.
Haldið áfram að vera hrikaleg og okkar bestu kveðjur frá Köben.
Biggi og Linda
”Barbell & Bodyweight” Paraæfing
Þar sem félagarnir skiptast á að gera aðra hverja æfingu út í gegnum æfinguna í 10 umferðir samtals með 35 mínútna tímamörkum.
7 Clean með stöng 50/30kg
10 Kassahopp
7 Floorpress með stöng 50/30kg
10 V-Ups kviðkreppur
7 Snatch með stöng 50/30kg
10 Burpees
7 Framhallandi róður með stöng 50/30kg
10 Tuck Crunch kviðkreppur í TRX bandi eða hangandi fótalyftur
7 Front Squats með stöng 50/30kg
10 Hand Release Armbeygjur
Þú finnur allt fyrir æfinguna í H Verslun