lt;p class=“oneimgbig“>Hlynur var svo elskulegur að mála herbergið og sá algjörlega um að bora í veggi og hengja upp hillur. Ég var lengi búin að leita að hinum fullkomna lit og þar sem ég er ekki mikið fyrir bleikt en vildi samt hafa smá bleikan tón þar sem öll húsgögnin eru hvít þá fann ég einn í Flügger sem heitir Nougat Creme. Hann virtist mikið fölari á litaspjaldinu en prufan kom rosalega vel út. Það kannski leynir sér ekki en ég er mikill aðdáandi Petit, hef ekki séð fallegri barnavöruverslun hér á landi og með svo mikið úrval af gæða vörum og fallegu dóti. Þau voru einmitt að opna nýja og stærri verslun í Ármúla 23.
Þessi færsla er ekki kostuð á neinn hátt, höfundur keypti allt sjálf.
Himnasængin, óróinn og stafirnir á veggnum eru úr Petit. Rúmið er úr Ikea.
Hugmyndin af fataslánni er af Pinterest, hana föndraði ég sjálf.
Arndís þarf ekki að hafa áhyggjur af skóúrvali.
Myndin og veifurnar eru úr Petit.
Boltalandið og leikmottan eru úr Petit.
Takk fyrir að lesa!
Minni á Instagramið mitt hér