Basil pestó fyrir grænkera

Basil pestó fyrir grænkera

Innihald:

  • 30 grömm af ferskri basil 
  • Örlítið af grænkáli (má sleppa eða nota spínat eða jafnvel steinselju í staðinn)
  • 1/2 – 1  dl af kasjúhnetum frá Himneskri Hollustu
  • 1-2 hvítlauksgeirar
  • 1 msk af næringargeri frá Naturata 
  • 1 msk af hampfræjum frá Himneskri Hollustu
  • Sítrónusafi úr 1/2 sítrónu
  • 1 – 1,5 dl af kaldpressaðri extra jómfrúar ólífuolíu frá Himneskri Hollustu
  • Salt og pipar eftir smekk

 Pesto

Aðferð: 

Setjið allt hráefni í matvinnsluvél og blandið. Ég byrja á því að nota minni ólífuolíu og bæti svo við ef þess þarf.

Heimagert pestó endist í 4-5 daga inn í ísskáp. Pestó er upplagt með pasta eða spagettí frá Himneskri Hollustu eða kúrbítsnúðlum (e. zoodles) eins og þið sjáið á myndinni fyrir ofan. 

Ef þið viljið fylgjast betur með mér getið þið fylgt mér á Instagram 

Þangað til næst, verið heil og sæl! 

Höfundur: Asta Eats

NÝLEGT