Beinaseyði fyrir líkama og sál

Beinaseyði fyrir líkama og sál

Lífrænt beinaseyði frá Brothway er skemmtileg nýjung sem hægt er að grípa með inn í daginn. Hver flaska inniheldur um 9 g af náttúrulegu kollageni og mikilvægar amínósýrur. Beinaseyðið rýfur ekki föstu og er tilvalið fyrir þau sem vilja lengja föstuna eða eru að undirbúa föstu. Beinaseyði er gott á tóman maga því það hefur góð áhrif á meltinguna. Það inniheldur einnig glýsín, sem bætir svefngæði, og hentar því vel á kvöldin.

Gott að er hita beinaseyðið örlítið í örbylgjuofni eða í potti og drekka volgt. Ef það verður of kalt verður það hlaupkennt.


Beinaseyði inniheldur lítið af sykrum, kolvetnum og fitu. Það inniheldur ekki laktósa eða glúten og hentar því mataræði flestra

Næringarrík núðlusúpa með beinaseyði

3 bollar beinaseyði, kjúklinga- eða nautasoð,  eða „the spicy way“ sem er aðeins sterkara.

2 bollar núðlur

 2 tsk. ferskt engifer, eða eftir smekk

 2 stórar gulrætur, skornar í bita

 ½ laukur, skorinn smátt

 1 bolli sveppir, skornir í bita

Kóríander eða blaðlaukur, eftir smekk

Salt og pipar, eftir smekk

1 límóna

1 msk. olía

Valkvætt: Kjúklingur, nautakjöt, tófu og/eða meðalsoðið egg

Valkvætt: Chili og hvítlaukur

Aðferð:

 Setjið olíu í meðalstóran pott við miðlungshita.

Steikið gulrætur, lauk og sveppi í potti. Bætið við chili og/eða hvítlauk eftir smekk.

Hellið beinasoðinu í pottinn og látið malla. Hrærið.

Bætið núðlunum og engiferinu út í og látið malla í um 10 mínútur við vægan hita.

Ef þið viljið nota kjöt/tófu/egg skal elda það sér og bæta út í súpuna í lokin.

Hellið soðinu í skálar og skreytið með kóríander eða blaðlauk, kreistið límónu yfir og saltið og piprið eftir smekk.

Greinin birtist í heilsublaði Nettó.

NÝLEGT