Search
Close this search box.
Berocca performance og Berocca Boozt

Berocca performance og Berocca Boozt

Settu töfluna út í vatnið, láttu hana leysast upp, drekktu

Vörukynning:

Finnur þú fyrir þreytu á líkama og sál?

Berocca er fæðubótarefni sem inniheldur mikilvæg B- og C-vítamín, ásamt steinefnunum sínki og magnesíum.

 • Hvert er hlutverk vítamína?

Berocca inniheldur meðal annars mikilvæg B-vítamín í ríkulegu magni. En hvert er hlutverk allra þessa vítamína og er í raun og veru þörf fyrir svo mörg ólík B-vítamín? Berocca inniheldur einnig C-vítamín, ásamt steinefnunum sínki og magnesíum.

B5-vítamín (pantótensýra)

B5-vítamín stuðlar meðal annars að eðlilegri hugarstarfsemi og eðlilegum orkubúskap. B5-vítamín á einnig þátt í að draga úr þreytu og þróttleysi.

B6-, B-12 vítamín og C-vítamín

Þessi vítamín eiga þátt í að viðhalda eðlilegri virkni ónæmiskerfisins auk þess að draga úr þreytu og þróttleysi. B6-vítamín og C-vítamín hafa einnig jákvæð áhrif á andlega líðan. C-vítamín (askorbínsýra) eykur upptöku járns frá þörmum.

B1-, B3-, B6-vítamín og bíótín

Þessi vítamín stuðla að eðlilegri starfsemi taugakerfisins. B3- og B6-vítamín eiga einnig þátt í því að draga úr þreytu og þróttleysi.

Sínk

Sínk stuðlar að eðlilegri hugarstarfsemi og heilbrigðu ónæmiskerfi.

Magnesíum

Magnesíum stuðlar meðal annars að eðlilegum orkubúskap, eðlilegri vöðvastarfsemi og próteinmyndun. Magnesíum getur einnig dregið úr þreytu og þróttleysi.

EN HVERS VEGNA BEROCCA?

Berocca inniheldur vítamín og steinefni sem geta aukið andlega og líkamlega getu þína. Tvær tegundir eru fáanlegar: Berocca Performance og Berocca Boost.

Berocca Performance er stútfullt af B-vítamínum, C Vtíamíni, magnesíum og sinki.

BEROCCA PERFORMANCE

Þú getur notað Berocca Performance á hverjum degi til að viðhalda eðlilegri getu þinni.

Holl viðbót við heilsusamlegt líf

Berocca er fæðubótarefni fyrir fullorðna. Það kemur ekki í stað fjölbreyttrar fæðu og heilsusamlegs lífernis. Ekki á að nota meira af Berocca en ráðlagðan dagskammt, eina töflu á dag. Berocca er ekki ætlað börnum. Geymið efnið þar sem börn ná ekki til.

Hvað inniheldur Berocca Performance?

Berocca inniheldur 8 mikilvæg B-vítamín ásamt C-vítamíni, magnesíum og sínki. Efnið inniheldur fjölda vítamína sem stuðla að eðlilegri hugarstarfsemi og sínk sem stuðlar að eðlilegri vitsmunastarfsemi. Með eðlilegri hugarstarfsemi og vitsmunastarfsemi er meðal annars átt við minni og rökhugsun, ásamt getu til að leysa vandamál og einbeita sér.

Hvernig virkar það?

Þegar þú ert undir álagi eykst hraði efnaskipta og líkamsstarfsemi. Margir telja að við slíkar aðstæður þurfi líkaminn meira af vítamínum og steinefnum en venjulega.

Sérstök blanda vítamína og steinefna í Berocca stuðlar að eðlilegum efnaskiptum. Mörg vítamínanna í Berocca eiga einnig þátt í að draga úr þreytu og þróttleysi. Magnesíum auðveldar eðlilega vöðvastarfsemi.

Staðfest áhrif

Áhrif Berocca hafa verið staðfest í mörgum rannsóknum.

Áhrifin á andlega líðan voru rannsökuð í tvíblindri rannsókn með samanburði við lyfleysu, þar sem 80 heilbrigðir einstaklingar á aldrinum 18-24 ára fengu annað hvort Berocca eða lyfleysu í fjórar vikur.

Að rannsókn lokinni fannst þátttakendum í Berocca hópnum þeir vera hressari og einbeittari en þátttakendum í lyfleysuhópnum. Auk þess fundu þátttakendur í Berocca hópnum fyrir umtalsverðri minnkun á streitu og kvíða.

Notaðu Berocca Performance:

 • Sem daglega viðbót við fjölbreytta fæðu
 • Sem orkugjafa í dimmustu mánuðum ársins
 • Sem orkugjafa á álagstímum
 • Þegar þú vilt ná árangri og bæta andlega og líkamlega getu þína
 • Til að viðhalda eðlilegri getu þinni


Berocca Boozt er gott orkuskot fyrir krefjandi verkefni

BEROCCA BOOST

Berocca Boost er orkuskot til notkunar þegar staðið er frammi fyrir sérstaklega krefjandi verkefnum, eins og prófum eða verkefnaskilum. Það inniheldur koffein úr guarana til viðbótar við vítamín og steinefni.

Fæðubót til að auka getu

Berocca Boost er fæðubótarefni fyrir fullorðna. Það kemur ekki í stað fjölbreyttrar fæðu og heilsusamlegs lífernis. Ekki á að nota meira af Berocca Boost en ráðlagðan dagskammt, eina töflu á dag. Berocca er ekki ætlað börnum, þunguðum konum eða konum með börn á brjósti.

Hvað inniheldur Berocca Boost?

Berocca Boost er fæðubótarefni sem inniheldur vítamín, steinefni og náttúrulegt guarana, sem er ríkt af hressandi koffeini. Í Berocca Boost bætast áhrif koffeinsins úr guarana við áhrif af B-vítamínum, steinefnum og C-vítamíni.

Klínískar rannsóknir hafa staðfest að Berocca Boost bætir einbeitingu og getu til að hugsa skýrt.

Hvernig virkar koffein? Hvað er guarana?

Koffein hefur örvandi áhrif. Guarana er runni og ávöxtur hans inniheldur fræ sem eru auðug af koffeini. Í Berocca Boost er þurrefni sem unnið er úr guaranafræjum. Hver tafla inniheldur guarana sem samsvarar 40 mg af koffeini.

Berocca Boost með hressandi koffeini gefur orkuskot án viðbótarefna svo sem sykurs og táríns.

Staðfest áhrif

Klínískar rannsóknir hafa staðfest að Berocca Boost getur dregið úr þreytutilfinningu, bætt einbeitingu og getu til að hugsa skýrt*.

*A multivitamin – mineral preperation with guaraná positively effects cognitive performance and reduce mental fatigue during sustained mental demand (Andrew Scholey, Andrea Zangara, Bernadette Robertson, Jonathan Reay, Jens Luedemann, Silvia Maggini, Michael Ruf, David Kennedy)

Notaðu Berocca Boost:

 • Sem orkuskot í staðinn fyrir kaffi
 • Sem orkugjafa fyrir próf eða önnur krefjandi verkefni
 • Sem orkugjafa fyrir daglega vinnu, líkamsrækt og félagslíf
 • Sem orkugjafa til að njóta þess að skemmta þér
 • Til að koma þér í gang þegar þú finnur fyrir þreytu
 • Þegar þú þarft á sérstakri árvekni að halda

Sölustaðir: Nettó búðirnar, öll helstu apótek landsins og H Verslun

NÝLEGT