Bjargvættir ef þú ert með óþol fyrir glúteni og/eða mjólk

Bjargvættir ef þú ert með óþol fyrir glúteni og/eða mjólk

Bolla, bolla og óþolið birtist

Ef þú ert með óþol fyrir glúteni eða mjólkurvörum getur það blossað upp með tilheyrandi vanlíðan ef þú borðar þessar fæðutegundir. Þrátt fyrir óþægindin eru margir sem falla í þá freistni að fá sér samt “smá”, en þá geta bjargvættirnir verið meltingarensímin Gluten Digest og Dairy Digest frá NOW, sem hjálpa líkamanum að melta glúten- og mjólkurvörur.

Gegn mjólkuróþoli

Ein helsta orsök mjólkuróþols er vangeta til að melta mjólkursykur sem kallast laktósi, en getur líka tengst erfiðleikum við að melta prótein og fitur sem eru í mjólkurvörum. Í Dairy Digest Complete frá NOW er BioCore Dairy Ultra™ sem er blanda af ensímum, meðal annars próteasa eða próteinkljúf og lípasa, sem klýfur fituna í mjólkurvörum til meltingar. Dairy Digest inniheldur hvorki egg, hnetur né soja.

Gegn glútenóþoli

Þeir sem eru með glútenóþol eiga yfirleitt erfitt með að melta glúten í kornmeti. Í Gluten Digest frá NOW er að finna BioCore® sem er blanda af öflugum ensímum sem auðvelda meltingu á korni, meðal annars DPP IV (Dipeptidyl peptidase IV). Þetta er einstök ensímblanda sem vinnur sérstaklega á prólínsamböndum sem eru í kornpróteinum.

Í Gluten Digest er líka að finna próteasa og amýlasa, sem eru mjölvakljúfar og vinna á kolvetnasamböndum sem oft eru til staðar í öllu kornmeti. Gluten Digest inniheldur hvorki mjólk, egg né soja, er ekki unnið úr erfðabreyttum vörum og er án glútens.

Best er auðvitað að forðast þær fæðutegundir sem valda óþoli eða ofnæmi, en sé freistingin svo mikil að fallið sé fyrir henni, er hægt að grípa til Gluten Digest og Dairy Digest sem geta þá reddað málunum. Meltingarensímin fást í lyfjabúðum.

Ef þér fannst þessi grein áhugaverð, deildu henni þá endilega með öðrum.

Höfundur: Guðrún Bergmann

NÝLEGT