Bláberja og hampfræja drykkur

Bláberja og hampfræja drykkur

Þessi einstaki drykkur er frábær í byrjun dags, sem léttur hádegisverður eða sem millimál enda stútfullur af næringarefnum sem styrkja og efla líkamann. Sem dæmi má nefna hampfræin sem eru rík af omega 3 fitusýrum og steinefnum og talin góð gegn ýmsum húðkvillum, s.s. exemi og þurrk í húð. Avókadó er einnig ríkt af meinhollum fitusýrum og bláberin veita okkur einstaka blöndu af vítamínum og andoxunarefnum. Að lokum tryggir vanillu próteinið okkur góða blöndu af eðal próteini og BCAA amínósýrum.

Svo er hann bara svo bragðgóður, njótið!

Innihald:

  • 1/2-1 bolli möndlumjólk sykurlaus frá Isola
  • 1 bolli frosin lífræn bláber
  • 1 msk hampfræ frá Himneskri Hollustu
  • 1 skeið Whey Protein vanillu frá NOW
  • 1 stór hnefi ferskt spínat
  • 1/2 stk avókadó
  • 1/2 bolli vatn

Þessi uppskrift er úr heilsudrykkjarbæklingi Ásdísar Grasa.

Fylgstu með á Instagram: #asdisxnow

NÝLEGT