Ég kaupi alltaf klausturs Bleikjuna, fæ hreint flak og sé svo um restina sjálf heima. Með þessari Bleikju gerði ég mareneringu úr sveppum, kóríander og hvítlauk sem var helsta undirstaðan og smakkaðist hún líka svona vel, kóríander passar vel á móti hvítlauknum. Uppskriftin er einföld og ætti ekki að taka ykkur lengri tíma en 10-15 mín.
Bleikjuflak sett í fat, skorið rákir í Bleikjuna svo marenering kemst inn á milli.
Það sem þarf í mareneringuna fer eftir magni af Bleikjunni.
– Balsamik edik- Olivu Olía – 1 dl af fiskisoðs tening
– Hálf sítróna pressuð
– Askja sveppir smátt skornir
– Ferskur kóríander smátt saxaður
– Hvítlauksrif smátt saxaður (ekki pressaður), fer eftir smekk hversu mikið
– Grænmetissalt og pipar
Öllu blandað vel saman í skál, Olivu olían er í meira magni en Balsamik edik. 1 fiskteningur settur í dl mál og heitt vatn með og bæta því svo við ofan í skálina. Kryddið eftir smekk með grænmetissalti og pipar.
Marenering helt yfir Bleikjuna og smurt vel ofan í rákirnar. Inn í ofn á 200 gráður í 20 mín Fylgjast með Bleikjunni betra finnst mér að hafa hana örlítið bleika inní ekki of eldaða.
Meðlæti
– Sætkartefla skorin í litla teninga, velt upp úr Olivu olíu, rósmarín og pipar
– Gott er að leyfa sætkarteflunni að vera inn í ofni í 20 mín áður en Bleikjan er sitt inn svo hún fái að bakast vel.
Njótið vel
Karitas Óskars