Search
Close this search box.
Bleikur chia grautur

Bleikur chia grautur

>

Innihald:

  • 10 fersk hindber*
  • 5 msk af grófum hafraflögum frá Himneskri Hollustu
  • 2-3 msk af chia fræjum frá Himneskri Hollustu
  • 1 tsk af hampfræjum frá Himneskri Hollustu (ath. hampfræ eru
    bragðsterk)
  • 1 msk af kókosmjöli frá Himneskri Hollustu
  • 2-2,5 dl af plöntumjólk frá Isola Bio

Hindber

Aðferð:

*Ef þið eigið ekki fersk hindber er hægt að nota frosin. Blandið þeim saman ásamt plöntumjólkinni í blandara og hellið yfir hafrana, kókosinn og fræin og hrærið vel saman. 

Byrjið á því að setja hindberin í krukku og stappið þau með gaffal. Þá næst skal setja hafrana, chia fræin, hampfræin og kókosmjölið. Að lokum skal setja plöntumjólk að eigin vali og hræra mjög vel saman. Passið
að hindberin blandist saman við allt en festist ekki á botninum. Ég mæli með
að nota kókos- eða möndlumjólk í þennan graut. Kókosmjólkin er æðisleg ein og sér en ef notað
er möndlumjólk þá mæli ég með að nota einhverja sætu að eigin vali, t.d. hunang, stevíu, döðlusykur eða hlynsíróp.

Þegar grauturinn er tilbúin skal setja hann inn í ísskáp í
nokkrar klst eða yfir nótt og njóta daginn eftir! Ég skreytti grautinn minn með
fleiri hindberjum og ástaraldin. Grauturinn geymist inn í ísskáp í lokuðu íláti í 3-5 daga. 

Ef þið viljið fylgjast betur með mér getið þið fylgt mér á Instagram 

Þangað til næst, verið heil og sæl! 

Þessi færsla er gerð í samstarfi við Himneska Hollustu 

Höfundur: Asta Eats

NÝLEGT