Bleikur smoothie

Bleikur smoothie

Heil og sæl! Fyrir einhverjum árum þá var ég alltaf með smoothie í hönd en svo fuðraði smoothie-áhuginn minn upp því ég var alltaf að gera sama smoothie’inn aftur og aftur. Ég hef hins vegar verið að prófa mig áfram í smoothie-gerð undanfarnar vikur og áhuginn er kviknaður á ný! Í samstarfi við Himneska Hollustu þá ætla ég að deila með ykkur uppskrift af fyrsta flokks smoothie! Ég nota alls konar góðgæti í þennan bleika smoothie, m.a. jarðaber, banana og kasjúhnetusmjör sem er fáranlega gott saman! Svo er alveg hægt að sleppa plöntumjólkinni sem blandar allt saman og búa sér til smoothie-skál í staðinn! 

Innihald: 

  • 1 banani
  • 5-10 frosin jarðaber
  • 1 væn msk af heimalöguðu kasjúhnetusmjöri (MONKI er líka með æðislegt kasjúhnetusmjör sem maður getur keypt tilbúið)
  • 2 msk fínar hafraflögur frá Himneskri Hollustu
  • 1 msk fræ frá Himneskri Hollustu (t.d. chia fræ, hampfræ eða hörfræ)
  • 2 – 3 dl af plöntumjólk, fer eftir hversu þykkan eða þunnan þú vilt hafa smoothie’inn (ég notaði heimalagaða kasjúhnetumjólk )

Aðferð: 

Setjið allt hráefni í kröftugan blandara og blandið vel saman! Ef þið ætlið að gera smoothie-skál setjið allt hráefni nema plöntumjólkina í matvinnsluvél og blandið vel saman. Njótið!

Ef þið viljið fylgjast betur með mér getið þið fylgt mér á Instagram en ég er undir nafninu astaeats. 
Prófaðir þú þessa uppskrift? Ef svo er þá máttu endilega segja mér hvernig tókst til!

Þangað til næst, verið heil og sæl!

NÝLEGT