ÁSDÍS GRASA

Ásdís graduated with a BSc in herbal medicine in 2005 from the University of East London in the UK and has run her own interview studio for years where thousands of individuals have sought her advice. Ásdís has a great passion for communicating the health message to as many people as possible and holds regular health-related lectures and courses all over the country. Ásdís is a member of the International Institute of Medical Herbalists. Ásdís’ job as a herbalist is first and foremost to treat the body in a holistic and natural way towards improved health and well-being.
Bounty drykkur

Bounty drykkur

Þessi drykkur bragðast jafn vel og nafnið gefur til kynna en aftur á móti gæti nafnið blekkt þegar kemur að innihaldslýsingunni.

Drykkurinn inniheldur ekki Bounty súkkulaðistykkið, né sykurinn sem því fylgir. Nei, þessi drykkur inniheldur þess í stað heilsusamleg hráefni, líkt og aðrir drykkir úr heilsudrykkjabæklingi Ásdísar Grasa og NOW.

Þér er því óhætt að skella eftirfarandi innihaldsefnum í blandarann, sem kæta bragðlaukana og næra líkamann.

Innihald:

  • 1 stk frosinn banani í bitum
  • 2 msk kakóduft frá Himneskri Hollustu
  • 3 msk kókósflögur frá Himneskri Hollustu
  • 1-2 stk döðlur frá Himneskri Hollustu
  • 2-3 dropar French Vanilla Stevia frá NOW
  • 1/2 msk chia fræ frá Himneskri Hollustu
  • 1/2 bolli möndlumjólk sykurlaus frá Isola
  • 1 msk möndlusmjör frá Monki
  • 4 stk ísmolar

Toppað með kakónibbum og kókósmjöli. Hægt er að sleppa döðlunum ef þú vilt minnka sætuna.