Bragðgóðir ljúflingar í lægðinni

Bragðgóðir ljúflingar í lægðinni

Það er tilvalið að rifja upp nokkra hlýlega drykki í lægðinni sem er að leggjast yfir okkur þessa helgina. Drykkina setti Kolbrún Pálína Helgadóttir saman fyrir MUNA og mælum við eindregið með því að þið smakkið og njótið vel!

Kryddaður

Sterkur kaffibolli eða kryddað te, saman ber chai, kanil eða turmerik.

2 tsk möndlusmjör frá Muna

1 tsk kanill frá Muna

½ tsk turmerik frá Muna

Pipar

Collagen

Blandið öllu varlega saman í blandara og hrærið. Gætið þess að heiti vökvinn standi aðeins áður en hann fer í blandarann.

Heitur

Kaffi

2 tsk möndlusmjör frá Muna

2 tsk collagen

1 tsk kanill frá Muna

1 daðla frá Muna

Blandið öllu varlega saman í blandara og hrærið. Gætið þess að heiti vökvinn standi aðeins áður en hann fer í blandarann.

Sterkur

1 banani

1 sterkur kaffibolli

2 teskeiðar hnetusmjör frá Muna.

1 matskeið súkkulaði/vanillu prótein smekk frá Now.

3-4 ísmolar

1 bolli isola möndlumjólk

Blandið öllu varlega saman í blandara og hrærið þar til blandan er orðin silkimjúk.  

NÝLEGT