Search
Close this search box.
Bragðgóður Bláberjasmoothie

Bragðgóður Bláberjasmoothie

Smoothie-æðið mitt heldur áfram og að þessu sinni þá vildi ég deila með ykkur uppskrift af bláberjasmoothie. Þessi smoothie inniheldur ekki aðeins eitt heldur tvö leynihráefni! Þau eru …. spínat og kanill! Þessi uppskrift er alls ekki heilög og það má þess vegna bæta við hafraflögum til þess að fá meiri trefjar sem ég geri oft eða jafnvel próteindufti!

Afhverju bláberjasmoothie?

Bláber eru einstaklega holl og stútfull af næringarefnum. Undraefnin í bláberjum bæta minni og viðbrögð, vernda augnhimnu gegn sólarljósi og skemmdum, bæta blóðflæði og mýkja æðaveggi, minnka hættu á Alzheimer/elliglöpum með ýmsum leiðum, berjast gegn sindurefnum í meltingarvegi, sem geta valdið krabbameini, þau veita vernd gegn eitruðum málmum, t.d. kadmíum, bæta blóðsykursstjórn og styrkja taugakerfið.

Innihald:

  • 1 frosinn banani
  • 150 grömm frosin bláber (það eru sirka 2,5 dl) 
  • 1 lúka ferskt spínat 
  • 1 tsk kanill frá Himneskri Hollustu (meira eða minna, fer eftir smekk)
  • 1 msk chia fræ frá Himneskri Hollustu (ég mæli líka með hampfræjum eða hörfræjum)
  • 2-3 dl ósæt möndlumjólk frá Isola Bio, fer eftir hversu þykkan eða þunnan þú vilt hafa smoothie’inn

Aðferð – bláberjasmoothie: 

Setjið bananann og bláberin saman í blandara og blandið með plöntumjólk. Bætið næst spínatinu, kanil og chia fræjum við og blandið áfram. Auðvelt og fljótlegt. Liturinn gæti orðið grár en það fer eftir hversu mikið af spínat og kanil maður setur miðað við bláberin. Ekki láta litinn hræða ykkur! Bragðið er æðislegt!

Ef þið viljið fylgjast betur með mér getið þið fylgt mér á Instagram en ég er undir nafninu astaeats. 

Prófaðir þú þessa uppskrift? Ef svo er þá máttu endilega segja mér hvernig tókst til!

Þangað til næst, verið heil og sæl!

Höfundur: Ásta Eats

Smoothie uppskriftir á H Magasín

Skoðaðu fleiri uppskriftir að hollum og gómsætum heilsudrykkjum hér.

NÝLEGT