Search
Close this search box.
Brakandi Rice Krispies inn í helgina

Brakandi Rice Krispies inn í helgina

„Hvað með að skella í sykurlausar Rice krispes kökur fyrir helgina,“ spyr okkar eina sanna Ragga Nagli. „Er ekki hvort sem er lægð í kortunum og tilvalið að reima á sig svuntuna og dúllast í eldhúsinu meðan Kári er í jötunmóð að hamast á rúðunum?“

Innihald

5 dl púffað kínóa

1 skófla NOW Foods Iceland súkkulaði mysuprótín

1 dl sykurlaust síróp. t.d Good Good Ísland

1 dl hnetusmjör, t.d MUNA

2 tsk Kókosolía

Aðferð:

Spreyja 20×20 cm bökunarform

Hræra saman kínóa og prótíndufti í skál.

Skella saman sírópi, hnetusmjöri og kókosolíu í pott og hita að suðu (ekki láta sjóða), og hræra vel saman.

Leyfa sírópsblöndunni að kólna áður en henni er hellt saman við kínóablönduna.

Hræra öllu gumsinu saman með sleif og skúbba svo í bökunarformið.

Bræða saman eina plötu sykurlaust dökkt súkkulaði með 1 tsk af kókosolíu í örranum í 30-40 sekúndur.

Hella súkkulaðibræðingnum yfir kínóaklessuna.

Skella í ísskáp og leyfa að kólna allavega 30 mínútur…ef þú getur beðið svo lengi.

Algjör unaður með ískaldri mjólk yfir imbanum á vindasömu júlí kvöldi.

instagram.com/ragganagli

NÝLEGT