Til eru þrír mismunandi litir, S1 – S2 – S3. Ég byrjaði á því að nota S1 en hef verið að nota S2 núna og það hentar mínum húðlit vel. Afgreiðslufólkið er líka duglegt við að hjálpa þér að finna þinn rétta lit.
Gelið gefur náttúrulegt frískt. Einnig er gott að blanda gelinu í dagkremið sitt til þess að fá jafna áferð. Ég er ekki með neitt í andlitinu nema venjulegt rakakrem þegar myndirnar eru teknar hér fyrir neðan.
Fyrir myndin er til vinstri og eftir myndin er til hægri.
Ég ætla að sýna ykkur nokkrar myndir þar sem ég er einungis með gelið í framan, ekkert meik. Síðan mála ég mig bara venjulega, með sólarpúður og maskara.
Takk fyrir að lesa og endilega haldið áfram að fylgjast með mér á Instagram