Search
Close this search box.
Búðu til þitt eigið íste

Búðu til þitt eigið íste

Hér er ein góð uppskrift af gómsætu og frískandi íste frá Clipper. Tein frá Clipper eru afbragðsgóð og henta ávaxtablöndurnar afskaplega vel í svalandi sumardrykki. Einnig má geta þess að tepokarnir eru vistvænir og brotna niður í náttúrunni!

Innihald ( fyrir u.þ.b. 1 líter af íste)

Aðferð

  1. Settu tepokana í skál eða hitaþolna vatnskönnu
  2. Hitaðu vatnið og settu 4 bolla af heita vatninu yfir tepokana
  3. Hinkraðu í 10 mínútur og taktu svo tepokana úr vatninu
  4. Bættu við fjórum bollum af köldu vatni og hrærðu saman
  5. Helltu íste drykknum í falleg glös og bættu við klökum, smávegis af sírópi og svo má skreyta með nokkrum sneiðum af límónu.

Clipper býður upp á mikið úrval af hollum, bragðgóðum og ljúffengum teum.  Jurtate, grænt te, hvítt te og svart te.  Bæði er um að ræða te þar sem aðeins er ein tejurt og einnig ýmsar góðar blöndur af tejurtum og einnig blöndur með ávöxtum.

Jurtate er te sem ekki inniheldur koffein og hentar því fólki á öllum aldri ekki síst börnunum.

Heilsusamlegar uppskriftir á H Magasín: Skoðaðu fleiri heilsusamlegar uppskriftir hér á H Magasín.

NÝLEGT