Bragðgóður Bláberjasmoothie

Smoothie-æðið mitt heldur áfram og að þessu sinni þá vildi ég deila með ykkur uppskrift af bláberjasmoothie. Þessi smoothie inniheldur ekki aðeins...

Graskersfræsmjör

Heil og sæl! Í samstarfi við Himneska Hollustu ætla ég að deila með ykkur hvernig hægt er að búa til smjör úr graskersfræjum! Þetta 'smjör' er upplagt fyrir þá sem þola illa hnetur eða möndlur og er einnig ketóvænt, veganvænt og paleovænt! Graskersfræsmjör er barasta fyrir alla! Graskersfræin eru einmitt frábær fæða til að bæta við mataræðið sitt en þau eru mjög próteinrík, járnrík og innihalda gott magn af magnesíum. Fyrir þessa uppskrift þá þarf mjög góðan blandara eða góða matvinnsluvél en graskersfræin geta verið smá "þrjósk" að breytast í smjör. Fyrir áhugasama þá hef ég áður deilt uppskrift af kasjúhnetusmjöri og möndlusmjöri sem ég mæli eindregið með að prófa líka!

Kasjúhnetusmjör

Heil og sæl! Að mínu mati þá fær kasjúhnetan ekki nógu mikið lof en hún er svo ofboðslega ljúffeng! Kasjúhnetur eru meinhollar og næringaríkar en eins og með allar hnetur þá skal borða kasjúhnetur í hófi vegna þess að þær eru jú fituríkar. Ég vil samt taka það fram að fitan úr hnetum er góð fyrir líkamann en hún er ómettuð og slík fita minnkar líkur á hjarta- og æðasjúkdómum. Það liggur við að ég borða kasjúhnetur á hverjum einasta degi en þær eru mitt "go-to" nasl og ég miða við eina lúku á dag. Ég rista þær mjög oft á pönnu en það virkilega dregur fram bragðið en ég hendi þeim líka í salat af og til. Ég hef gert kasjúhnetusmjör áður en þá setti ég líka kakóduft út í og það varð þá að gómsætu súkkulaðihnetusmjöri. Að þessu sinni þá er kasjúhnetusmjörið alveg hreint og ég verð að viðurkenna að það er miklu betra. Ég smakkaði kasjúhnetusmjörið um daginn með banana og ég vissi ekki hvert ég ætlaði, það er SVOOOOOO gott. Það smakkaðist eins og banana kökudeig, þið verðið að prófa. Í samstarfi við Himneska Hollustu þá ætla ég að deila með ykkur uppskriftinni af þessu unaðslegu kasjúhnetusmjöri en það er auðvelt og fljótlegt að gera! Kasjúhnetusmjör er upplagt út á grautinn, smoothie-skálina eða jógúrtið, með ávöxtum eða grænmeti eða jafnvel á rís- eða maískexið.

Kókoskúlur .. í hollari búningi

eil og sæl! Það kannast allir við klassísku kókoskúlurnar en ég bjó þær oft til þegar að ég var krakki. Á mínum...

Ristaðar kjúklingabaunir

Heil og sæl! Uppskriftin sem að ég deili með ykkur í dag er tilvalin fyrir þá sem eiga það til að narta...

Chia grautur með höfrum og kókos

Heil og sæl! Ég skal alveg viðurkenna að ég á erfitt með að vakna á morgnana og ég vil sofa eins lengi...

Nýlegt