Próteinríkur kaffismoothie

Halló, halló .. Indíana hér! Ég bara varð að deila uppskriftinni að þessum ótrúlega einfalda kaffismoothie sem er bæði próteinríkur og vegan....

Heilsusamlegt mataræði og líkamleg líðan: Þrjú mikilvæg atriði að mínu mati

Halló, halló .. Indíana hér! Ef þú hefur eitthvað fylgst með mér á Instagram þá veistu að ég elska, elska mat. Þegar ég hugsa um það þá hefur matur alltaf verið risa partur af mér og ég hef alltaf pælt mikið í mat einhvernveginn þó svo að mataræðið mitt hafi lengst af verið langt frá því að vera gott. Þegar ég var yngri borðaði ég nánast ekkert nema grjónagraut og pizzu. Ég var alltaf mjög dugleg að baka allskonar góðgæti eins og pizzu, pönnukökur, kanilsnúða og bara nefndu það. Þegar ég var t.d. í 10. bekk kom ég oft heim úr skólanum, bakaði mér stafla af pönnukökum, borðaði hann allan sjálf og fór svo á handboltaæfingu - haha!  Ég byrjaði fyrst að fatta að ég þyrfti eitthvað að breyta mataræðinu mínu þegar ég var á sirka öðru eða þriðja ári í menntaskóla. Þá byrjaði ég að borða hafragraut, tók með mér ávexti í skólann og fór annaðhvort á salatbarinn eða Serrano í hádeginu sem dæmi. Ég sá fljótlega hversu góð áhrif það hafði á mig að breyta aðeins til. Nú í dag hef ég prufað mig áfram t.d. í plant based/vegan mataræði, grænmetisfæði og á tímabili hugsaði ég mikið um prótein og tók t.d. alltaf whey prótein eftir æfingu og casein prótein á kvöldin fyrir svefn o.s.frv. Þannig ég hef farið um víðan völl, prufað margt og svolítið fundið út úr því hvað hentar mér best en eftirfarandi setning lýsir mataræðinu sem mér líður best af mjög vel

4 vikna hlaupaplan: Stuttar og snarpar æfingar

Ég hef verið dugleg að deila stuttum hlaupaæfingum á Instagram og viðbrögðin hafa verið mjög góð. Þessvegna ákvað ég að hanna 4 vikna hlaupaplan sem inniheldur stuttar og fjölbreyttar æfingar. Hér fyrir neðan deili ég með ykkur æfingu sem þið getið spreytt ykkur á og segi ykkur frá hlaupaplaninu.

Hvaðan fæ ég prótein ef ég borða ekki dýraafurðir?

Hollt og gott mataræði inniheldur klárlega prótein, það vita eflaust flestir. Af orkuefnunum prótein, fita og kolvetni er prótein hugsanlega mest umtalaða...

Spirulina skál + krefjandi verkefni

Hnetusmjör gerir allt betra. Þessa skál fékk ég mér í kvöldmat um daginn .. já kvöldmat. Ég var að kenna og mig langaði svo ótrúlega mikið í eitthvað kalt og djúsí þegar ég kom heim. Ég toppaði skálina með súkkulaði granóla og namm þetta var svo gott. Ég hafði stuttan tíma til að gera mér kvöldmat svo þetta var hentugt en ég þurfti að bruna í Ljósmyndaskólann að vinna í skemmtilegu og krefjandi (!) verkefni (sjá neðar). Þegar ég kom heim um ellefu leytið snarlaði ég á papriku og jalapeno hummus en ég er hummusóð þessa dagana!

Hollur og fljótlegur matur: Hvar og hvað?

Hollur matur til að grípa með sér - oft er eins og það sé ekkert til á Íslandi og maður endar bara...

Nýlegt