Að æfa heima

Hvort sem þú hefur aðgang að líkamsrækt eða ekki þá er hentugt að eiga nokkur æfingatæki og tól heima. Það getur verið skemmtileg fjölbreytni að gera öðruvísi æfingar heima fyrir en það eru til ógrynni af kennslumyndböndum með æfingum á netinu. Sjálf kýs ég að eiga æfingaáhöld heima sem ég nota til dæmis þegar ég hef ekki tíma til þess að fara í ræktina. Svo koma alltaf dagar sem maður nennir bara alls ekki út úr húsi, þá er ekkert betra en að geta æft heima. Einnig er sniðugt að prófa sig áfram í nýjum æfingum heima sérstaklega þegar maður er óöruggur með æfinguna.

Æfinga öpp

Hver kannast ekki við að hafa ekki hugmynd um hvað eigi að gera í ræktinni eða hvers konar æfingar? Flest erum við...

Takkaskór eru ekki bara takkaskór

Hvernig geta takkaskór ekki verið bara takkaskór? Nike hefur framleitt fótboltaskó frá árinu 1971 en þá kynntu þeir til leiks fyrsta fótboltaskóinn....

Nike+hlaup

Hlaup, hlaupabúnaður, hlaupaprógröm, hlaupatækni og allt sem tengist hlaupum getur verið eins misjafnt og fjölbreytt og það er margt. Ég setti mér markmið haustið 2013 um að byrja að hlaupa og hef verið dugleg við það síðan. Það koma tímabil þar sem ég hleyp lítið sem ekkert, tek mest spretti, er dugleg að hlaupa lengri vegalendir, hleyp mikið úti, hleyp inni á hlaupabretti o.s.frv. Hlaup er einhæf hreyfing og því finnst mér mikilvægt að hafa sem mesta fjölbreytni í hlaupum og hlaupaæfingum.

Ræktargírinn

Hvernig á ég að koma mér í ræktargírinn er spurning sem ég fæ oft. Við ætlum okkur öll að vera dugleg að mæta á æfingar en oft koma upp aðstæður sem valda því að við sleppum því að fara þann dag. Að vera illa sofinn, bugaður, mikið að gera í vinnu/skóla, vera bíllaus og eiga margt eftir ógert þann dag eða einfaldlega nenna ekki í ræktina eru þessir týpísku hlutir sem flestir kannast við. Eftir langan dag af vinnu eða skóla er frekar erfitt að finna hvatann til þess að drífa sig á æfingu. Við vitum það nefnilega öll að okkur líður svo mikið betur eftir að hafa stundað hreyfingu en oft þurfum við bara að hvetja okkur áfram til þess að komast í stuðið. 

Af hverju ættir þú að vera í hlaupasokkum?

Hlaupasokkar er eitthvað sem allir ættu að hlaupa í. Hér að neðan förum við yfir ástæður þess að það mun gera þér gott að hlaupa í hlaupasokkum.

Hvernig komst Hrafnhildur á Ólympíuleikana?

Hvatning, hrós og hausinn, til þess að komast á þann stað sem ég er í minni íþrótt, sundi, þá þarf að æfa rosalega mikið, borða vel, sofa vel, verða sterkari, hraðari, og betri á hverjum degi. En í rauninni kemst íþróttamaður ákveðið langt á þessu einu.
10,431AðdáendurFylgja
17,302FylgjendurFylgja
17.3k Fylgjendur
Fylgja

Nýlegt