Einstök andlitskrem með ávaxtasýrum sem styrkja og bæta húðina

Þegar kemur að því að velja andlitskrem er sannarlega enginn skortur á fjölbreyttu úrvali frá hinum og þessum framleiðendunum. Þá vandast oft...

Hugum að húðinni yfir veturinn

Húðin okkar getur orðið þurr og viðkvæm þegar það kólnar í veðri sem getur ýtt undir ójafnvægi í húðinni og jafnvel húðvandamál....

Vörukynning: Australian Body Care fyrir húðina

Hver er ekki til í hreina og fallega húð, lausa við óhreinindi, sýkingar og önnur almenn vandamál? Australian body care húðlínan státar af fjölda...

Vörukynning: Hipp húðvörur fyrir börn

Flestir kannast við vörurnar frá Hipp en kannski ekki allir sem vita að frá Hipp kemur einnig húðlína fyrir...

Hyaloranic sýra og hlutverk hennar fyrir húðina

Húðin er stærsta líffæri líkamans og verður fyrir miklu áreiti á hverjum degi. Við þurfum að veita húðinni athygli, hugsa vel um hana og...

Ásdís Grasa: Mín leið að hreinni og heilbrigðari húð

Húðin er stærsta líffærið okkar og við þurfum að huga vel að húðinni til að halda henni í jafnvægi. Húðvandamál geta verið ansi hvimleið...

Jenna Huld húðlæknir segir okkur frá mikilvægi sólarvarna

Húðlæknirinn Jenna Huld Eysteinsdóttir hjá Húðlæknastöðinni Smáratorgi hefur verið dugleg að ræða um húðina og með hvaða leiðum við getum haldið henni heilbrigðri. Nú þegar sólin tekur að hækka á lofti er ekki úr vegi að fá nokkur góð ráð hjá Jennu varðandi sólarvarnir og með hvaða leiðum við getum varið húðina fyrir sólinni, þannig að húðin haldist heilbrigð og fín. Það hefur lengi verið í tísku að vera sólbrúnn. Notkun ljósabekkja var mjög algeng hér á landi um síðustu aldamót en þá fór að bera á aukinni tíðni sortuæxlis, sérstaklega hjá ungum konum. Sem betur fer hefur sú tíðni lækkað aftur undanfarin tíu ár samfara minnkandi ljósabekkjanotkun. Samkvæmt Jennu hafa vísindalegar rannsóknir ótvírætt sýnt fram á mikilvægi þess að fara varlega í sólinni og að notkun sólarvarna minnkar líkur á húðkrabbameini. Það hafa aftur á móti ýmsar getgátur skotið upp kollinum varðandi sólarvarnir síðastliðin ár. Það getur því verið mjög ruglandi og erfitt að átta sig á því hvað er rétt og hvað er rangt.
Húðvörur á meðgöngunni

Rakabombur: Þrjár uppáhalds húðvörur á meðgöngu

Góð húðumhirða er eitthvað sem þarf alltaf að huga að en kannski smá extra á meðgöngu. Ég (Indíana) allavegana vildi huga vel að húðinni alveg frá byrjun meðgöngunnar og næra hana vel. ,,Á meðgöngu myndar kvenlíkami meðgönguhormón sem mýkja liðbönd í mjaðmagrindinni svo að hún gefi betur eftir við fæðingu. En þau mýkja líka þræði í húðinni og gera húðslit líklegra. Fyrir utan meðgöngu kemur húðslit helst fram við hraða þyngdaraukningu fólks, hjá vaxtarræktarfólki og vegna vaxtarkippa á kynþroskaskeiði, þar sem sjö af hverjum tíu stelpum fá húðslit en fjórir af hverjum tíu strákum.'' Tekið af Vísindavefnum

Olíuhreinsun

Húðhreinsun er mikilvægasti hlutinn af kvöldrútínunni. Ef ég gleymi mér eða nenni ekki fæ ég sannarlega að finna fyrir því. Húðin á mér mótmælir og bendir mér á vanræksluna með ýmsum leiðum eins og þurrkublettum, bólum eða almennum leiðindum. Ég er búin að prófa allskonar hreinsunarformúlur, maska og krem en kemst alltaf að sömu niðurstöðu sem er sú að olíuhreinsun að kvöldi gerir gæfumuninn.

Kókosolía: Kamelljón heimilisins

Hugmyndirnar eru endalausar þegar kemur að kókosolíu og margir eiga tvær krukkur á heimilinu, eina í eldhúsinu og eina á baðherberginu. Olíuna er hægt að nota í allt frá kökugerð og yfir í rakagefandi andlitsmaska. Hér að neðan eru tvær mjög ólíkar uppskriftir sem sýna hversu mikið kamelljón kókosolían er í raun og veru. H Magasín mælir með kókosolíu bæði til þess að nota í matargerð og á kroppinn.

Nýlegt