fbpx

Ásdís Grasa: Grænn orkugefandi smoothie

Hækkandi sól og vor í lofti og þá kallar líkaminn gjarnan á eitthvað hreinsandi og hressandi eftir langan veturinn! Því er tilvalið að deila með ykkur tveimur af mínum uppáhalds grænu drykkjum sem ég nota oft og reglulega til að gefa líkamanum gott orkubúst, styðja við góða meltingu og hreinsun líkamans.

Guðrún Bergmann: Grænt og gott fyrir heilsun

Hvers vegna að velja blaðgrænuvökva? Á sumrin verða landsmenn almennt ofvirkir. Því valda langir dagar, stuttar nætur og dagsbirta í 24 tíma á sólarhring. Við fyllumst kappi til að fara um fjöll og fyrnindi, stunda alls konar útivist og sækja útihátíðir. Allt reynir þetta á líkamlegt þol okkar. Þá er mikilvægt að líkaminn haldi styrk sínum þrátt fyrir álagið. Græn ofurfæða, sem bætt er við hefðbundið mataræði, kemur sterk inn á sumrin. Í þessum mánuði er einmitt hægt að fá 15% afslátt af henni – svo renndu niður greinina og finndu út meira.

Anna Eiríks: Mótaðu rass- og lærvöðva með miniband teygju

Hver er ekki til í að fá stinn læri og móta rassvöðva? Þessar æfingar eru algjör snilld og hjálpa einmitt við það og hægt að gera þær hvar sem er (líka án teygju).

Sumarbæklingur Speedo 2019

Hér getur þú skoðað sumarbækling Speedo sem dreift var á heimili á rétt fyrir páska.

Skjaldkirtillinn – Ásdís Grasalæknir

Heilsa er okkur öllum mikilvæg. Undanfarin ár hafa skjaldkirtilssjúkdómar verið að aukast og þá aðallega vanvirkni í skjaldkirtli en konur greinast í mun meiri mæli en karlar. Skjaldkirtillinn er afar mikilvægt líffæri og hann framleiðir skjaldkirtilshormón sem við þurfum fyrir almennan þroska og vöxt, starfssemi taugakerfis, frjósemi og öll efnaskipti líkamans t.a.m. Vanvirkur og eða ofvirkur skjaldkirtill eru algengir sjúkdómar sem stafa vegna ójafnvægis á skjaldkirtilsstarfssemi og geta haft miklar afleiðingar á heilsu okkar og þessir sjúkdómar herja á fjölda fólks um allann heim.

Heimalagað súkkulaði

Heil og sæl! Frá því að ég byrjaði þetta matarferðalag mitt fyrir um það bil fjórum árum, hef ég reynt eins og ég get að gera allt frá grunni sem ég læt ofan í mig og súkkulaði er engin undantekning frá því. Ég er alveg veik fyrir súkkulaði og þá sérstaklega dökku súkkulaði. Ég lenti í því einn daginn að ég var að gera uppskrift og ég þurfti súkkulaði ... en ég átti hins vegar ekkert upp í skáp og ég nennti ekki út í búð svo ég hugsaði með mér "hví ekki að prófa að búa til mitt eigið?" Í samstarfi við Himneska Hollustu ætla ég að deila með ykkur auðveldri uppskrift af gómsætu dökku súkkulaði og ekki skemmir fyrir að það er lífrænt! Í grunninn þarftu fljótandi kókosolíu, kakóduft og sætu. Sjálf nota ég agave síróp eða jafnvel góða döðlusykurinn frá Himneskri Hollustu. Döðlusykurinn bráðnar samt ekki því hann er ekki sykur í raun en ég hef ekkert á móti því að hafa súkkulaðið svolítið gróft. Ég nota hlutföllin 1:1:1 sem er auðvelt að muna! Þannig ef þú notar t.d. 2 msk af kókosolíu, þá notar þú 2 msk af kakódufti og svo 2 msk af sætu. Auðvelt, ekki satt? Það eru reyndar margir sem eru óvanir bragðinu af kakódufti og ég skal viðurkenna að það getur verið frekar sterkt en kakóduft er meinhollt og hefur frábæra heilsueiginleika! Svo ég mæli með að venjast því! Kakóduft er m.a. talið bólgueyðandi og inniheldur gott magn af andoxunarefnum sem vernda frumur líkamans frá skaða.

10 leiðir til að hreinsa líkamann – Ásdís Grasa

Hefur þú þjáðst af liðverkjum, bólgum, kláða, slímmyndun, fæðuóþoli, höfuðverkjum, geðsveiflum, pirringi, þokukenndri hugsun, bjúg, þreytu og sleni?

Gómsætur grautur með karamelluðum banana

Heil og sæl! Ég veit ekki með ykkur en mér finnst yndislegt að gera mér stóra skál af heitum hafragraut á morgnana og njóta, sérstaklega á köldum dögum eins og þessum. Í morgunmat borða ég oftast kaldan chiagraut sem ég hef útbúið kvöldið áður en þegar ég hef meiri tíma á morgnana þá geri ég eitthvað extra gómsætt og tek minn tíma. Sumum finnst hafragrautur vera ómerkilegur morgunmatur en það er hægt að gera hafragraut á ótalmarga vegu svo það verður aldrei leiðinlegt að borða hann! Í samstarfi við Himneska Hollustu, Isola Bio, Horizon og Naturata þá ætla ég að deila með ykkur uppskrift af gómsætum graut með karamelluðum banana sem er kominn í algjört uppáhald hjá mér þessa daga! 

Ásdís Grasa: Hugum að húðinni yfir veturinn

Húðin okkar getur orðið þurr og viðkvæm þegar það kólnar í veðri sem getur ýtt undir ójafnvægi í húðinni og jafnvel húðvandamál. Því þurfum við að hlúa að húðinni okkar og næra hana vel bæði að innan sem utan og passa upp á að fá góða fitu úr fæðunni eins og laxi, avokadó, valhnetum, hörfræjum og ólífuolíu. Þar sem fitusýrur eru allri frumustarfssemi mikilvægar þá er æskilegt að taka Omega-3 olíur inn aukalega ef þið náið ekki að fá þær í nægilegu magni úr fæðunni. Sumir gætu jafnvel þurft að taka fitusýrur tvisvar á dag tímabundið yfir háveturinn ef mikill þurrkur og kláði er í húðinni til að vinna upp hugsanlegan fitusýruskort og er hægt að taka t.d. hampfræjar olíu eða hörfræ olíu til viðbótar við Omega-3 og skipta þeim yfir daginn.

Heimalöguð chia sulta með jarðaberjum

Heil og sæl! Nú er loksins, loksins komið að Heilsu og Lífstílsdögum í Nettó en þeir eru frá 24. janúar til 6 febrúar. Sjálf hef ég alltaf dýrkað Heilsudaga og ég geri mér alltaf ferð í næstu Nettó og geri góð kaup. Að þessu sinni var ég svo heppin að fá að skrifa færslu og deila tveimur uppskriftum í samstarfi við Himneska Hollustu með lesendum í heilsublaðinu. Heilsublaðið kemur alltaf út á Heilsudögum Nettó og það eru ótrúlega margar góðar uppskriftir, fróðleikur og frábærar færslur í blaðinu. Ég mæli með að sækja ykkur eintak í næstu Nettó búð en sjálf geymi ég öll eintök af heilsublaðinu og glögga í uppskriftir og fróðleik af og til. Það er líka hægt að nálgast heilsublaðið inn á heimasíðu Nettó. Ég deildi uppskrift af mínum uppáhalds chia graut með kókos sem ég hef áður deilt hér á H Magasín með ykkur en ég deili líka glænýrri uppskrift af heimalagaðri chia sultu með jarðaberjum. Þessi sulta er tilvalin út á chia grautinn, þvílíkt combo!

Nýlegt