Graskersfræsmjör

Heil og sæl! Í samstarfi við Himneska Hollustu ætla ég að deila með ykkur hvernig hægt er að búa til smjör úr graskersfræjum! Þetta 'smjör' er upplagt fyrir þá sem þola illa hnetur eða möndlur og er einnig ketóvænt, veganvænt og paleovænt! Graskersfræsmjör er barasta fyrir alla! Graskersfræin eru einmitt frábær fæða til að bæta við mataræðið sitt en þau eru mjög próteinrík, járnrík og innihalda gott magn af magnesíum. Fyrir þessa uppskrift þá þarf mjög góðan blandara eða góða matvinnsluvél en graskersfræin geta verið smá "þrjósk" að breytast í smjör. Fyrir áhugasama þá hef ég áður deilt uppskrift af kasjúhnetusmjöri og möndlusmjöri sem ég mæli eindregið með að prófa líka!

Ketó muffins

Hér er uppskrift af sykurlausum og girnilegum ketó muffins. 

Ásdís Grasa: Grænn orkugefandi smoothie

Hækkandi sól og vor í lofti og þá kallar líkaminn gjarnan á eitthvað hreinsandi og hressandi eftir langan veturinn! Því er tilvalið að deila með ykkur tveimur af mínum uppáhalds grænu drykkjum sem ég nota oft og reglulega til að gefa líkamanum gott orkubúst, styðja við góða meltingu og hreinsun líkamans.

Guðrún Bergmann: Grænt og gott fyrir heilsun

Hvers vegna að velja blaðgrænuvökva? Á sumrin verða landsmenn almennt ofvirkir. Því valda langir dagar, stuttar nætur og dagsbirta í 24 tíma á sólarhring. Við fyllumst kappi til að fara um fjöll og fyrnindi, stunda alls konar útivist og sækja útihátíðir. Allt reynir þetta á líkamlegt þol okkar. Þá er mikilvægt að líkaminn haldi styrk sínum þrátt fyrir álagið. Græn ofurfæða, sem bætt er við hefðbundið mataræði, kemur sterk inn á sumrin. Í þessum mánuði er einmitt hægt að fá 15% afslátt af henni – svo renndu niður greinina og finndu út meira.

Ert þú að hlaupa í réttum sokkum?

Hvers vegna er betra að hlaupa í sérstökum hlaupasokkum?

Anna Eiríks: Mótaðu rass- og lærvöðva með miniband teygju

Hver er ekki til í að fá stinn læri og móta rassvöðva? Þessar æfingar eru algjör snilld og hjálpa einmitt við það og hægt að gera þær hvar sem er (líka án teygju).

Ásdís Grasa: Tedrykkja er mikil heilsubót

Hefur þú prófað Clipper te-in? Clipper te-in hafa unnið til fjölmargra verðlauna frá því framleiðslan hófst árið 1984. Þau eru einstaklega ljúffeng, enda úr bestu hráefnum sem völ er á. Clipper te-in eru núna komin í nýjar og hentugar umbúðir með sérpökkuðum tepokum. Clipper notar engin hefti í pokana sína og tepokarnir eru óbleiktir. Flest te merki vinna te pokana sína þannig að þeir eru hvíttaðir með kemískum efnum og klór en allir Clipper tepokarnir eru óbleiktir og eru því brúnlitaðir. Njóttu þess að drekka te úr óbleiktum poka sem er ekki með óæskilegum efnum í. Þú verður farin að skála í grænu te eftir að hafa lesið þessa grein því ég ætla fara yfir með þér hvað þessi litla daglega rútína getur haft mikil heilsufarsleg áhrif á líkama þinn. Tedrykkja hefur verið ríkjandi hefð til margra ára víðs vegar í heiminum og ekki að ástæðulausu enda mikil heilsubót. Jurtate, grænt te, svart te, hvítt te, oolong te, matcha te, melrose te, ávaxta te og svo mætti lengi telja því þetta er heill frumskógur af hinum mismunandi tegundum af tei og hér gildir að vanda valið og nota gott hráefni og gæði umfram allt. Allavega kýs ég að velja jurtate sem eru lífræn eða te úr jurtum sem vaxa villtar í staðinn fyrir telauf sem hafa verið úðuð með skordýraeitri. Í þessari grein ætla ég að fókúsera á grænt te (Camellia sinensis) en hægt er að fá ýmsar útgáfur af grænu te og mitt uppáhald er hvítt te en það er unnið úr fyrstu litlu laufblöðunum af grænu teplöntunni. Grænt te inniheldur gríðarlega mikið magn andoxunarefna eins og catechins og polyphenol efni.

Sumarbæklingur Speedo 2019

Hér getur þú skoðað sumarbækling Speedo sem dreift var á heimili á rétt fyrir páska.

Bleikur smoothie

Heil og sæl! Fyrir einhverjum árum þá var ég alltaf með smoothie í hönd en svo fuðraði smoothie-áhuginn minn upp því ég var alltaf að gera sama smoothie'inn aftur og aftur. Ég hef hins vegar verið að prófa mig áfram í smoothie-gerð undanfarnar vikur og áhuginn er kviknaður á ný! Í samstarfi við Himneska Hollustu þá ætla ég að deila með ykkur uppskrift af fyrsta flokks smoothie! Ég nota alls konar góðgæti í þennan bleika smoothie, m.a. jarðaber, banana og kasjúhnetusmjör sem er fáranlega gott saman! Svo er alveg hægt að sleppa plöntumjólkinni sem blandar allt saman og búa sér til smoothie-skál í staðinn! 

Kasjúhnetumjólk

Heil og sæl! Ég er ennþá að prófa mig áfram með kasjúhnetuna góðu en fyrir 2 vikum þá deildi ég uppskrift af gómsætu kasjúhnetusmjöri sem hefur bara fengið jákvæð viðbrögð svo hví ekki að búa til kasjúhnetumjólk líka! Í samstarfi við Himneska Hollustu þá ætla ég að deila með ykkur auðveldri uppskrift af ljúffengri kasjúhnetumjólk sem er upplögð út í smoothie, út á grautinn, í kaffi-eða tebollann eða jafnvel í matargerðina!
10,600AðdáendurFylgja
0FylgjendurFylgja

Nýlegt