Ásdís Ragna: Paleo brauð

Heilnæm og saðsöm brauð með góðu hollu áleggi eiga að vera hluti af góðu heilsusamlegu mataræði og falla afar vel í kramið hjá mér. Mér finnst hins vegar vanta verulega upp á úrvalið af góðu brauðmeti hér á landi sem er laust við ger, hveiti og aukaefni. Ég mæli oft með að fólk prófi súrdeigsbrauð og reyni að velja grófustu brauðin en algengt er að fólk sé að borða of mikið af ger/hveitibrauði. Sjálf nota ég meira af glútenlausum vörum nú til dags því það fer betur í meltinguna og ég hef prófað mig áfram með ýmsar góðar uppskriftir að glútenlausu brauðmeti sem og lágkolvetna/paleo brauðmeti. Hér er uppskrift að mjög góðu brauði sem hentar fyrir okkur öll en sérstaklega fyrir þá sem eru viðkvæmir fyrir glúteni eða vilja breyta til og prófa öðruvísi útgáfu af brauði. Þetta brauð er mjög prótein- og trefjaríkt og inniheldur ekkert kornmeti.
10,176AðdáendurFylgja
17,320FylgjendurFylgja
17.3k Fylgjendur
Fylgja

Nýlegt