Próteinríkt bananabrauð

Hvað er betra á sunnudegi með morgunbollanum en ilmandi og nýbakað bananabrauð. Ég fékk allt í einu löngun í mjúkt og saðsamt bananabrauð og átti vel þroskaða banana sem þurfti að nýta og auðvitað skellir maður þá í hollustu bananabrauð. Þetta bananabrauð er prótein og trefjaríkt og er glúteinlaust, mjólkurlaus og sykurlaust. Þetta brauð er líka einstaklega hollt og gefur orku sem endist okkur lengi og hægt að nota í hvaða máltíð dagsins eftir hvað hentar. Þið getið notað hvaða prótein sem er og skipt yfir í plöntuprótein fyrir þá sem kjósa en í þessari uppskrift notaði ég Whey protein frá Now með súkkulaðibragði. Þið getið líka notað 2 msk af möndlumjöli eða möluðum hörfræjum (Flax seed meal) t.d. frá Now ef viljið í staðinn. 

RVKFit: Steinaldarbrauð

Hollari brauðbakstur - Síðustu 10 ár hefur brauð ekki verið áberandi á mínum matseðli þá helst vegna hversu illa það fer í mig. Hef ég saknað þess oft á tíðum og langar oft í góða brauðsneið með smjöri og osti. Fyrir 3 árum heimsótti ég eldri bróður minn sem býr í sveitinni í Noregi, hann og konan hans neyta næstum bara fæðu sem þau rækta, ala eða baka sjálf. Konan bróður míns bakar þetta brauð oft í viku og varð ég algjörlega húkt. Brauðið er svo krönsí, bragðgott og fer einstaklega vel í magann minn. Það eina sem er í brauðinu er haframjöl, hnetur, fræ, egg og smá súrmjólk. Brauðið er einstaklega seðjandi, næringarríkt og hefur ótrúleg áhrif á meltinguna. Mig langaði að deila þessu uppáhaldi með ykkur, mæli einstaklega með því nýbökuðu með smjöri og osti.

Ásdís Ragna: Paleo brauð

Heilnæm og saðsöm brauð með góðu hollu áleggi eiga að vera hluti af góðu heilsusamlegu mataræði og falla afar vel í kramið hjá mér. Mér finnst hins vegar vanta verulega upp á úrvalið af góðu brauðmeti hér á landi sem er laust við ger, hveiti og aukaefni. Ég mæli oft með að fólk prófi súrdeigsbrauð og reyni að velja grófustu brauðin en algengt er að fólk sé að borða of mikið af ger/hveitibrauði. Sjálf nota ég meira af glútenlausum vörum nú til dags því það fer betur í meltinguna og ég hef prófað mig áfram með ýmsar góðar uppskriftir að glútenlausu brauðmeti sem og lágkolvetna/paleo brauðmeti. Hér er uppskrift að mjög góðu brauði sem hentar fyrir okkur öll en sérstaklega fyrir þá sem eru viðkvæmir fyrir glúteni eða vilja breyta til og prófa öðruvísi útgáfu af brauði. Þetta brauð er mjög prótein- og trefjaríkt og inniheldur ekkert kornmeti.
10,571AðdáendurFylgja
0FylgjendurFylgja

Nýlegt