Search
Close this search box.
Chia grautur með gulrótum og kanil

Chia grautur með gulrótum og kanil

Þegar ég bý til chia graut þá nota ég oftast glerkrukku en það er þægilegt að geta gripið með sér krukku af graut í nesti eða ef maður er á ferðinni. Hægt er að nota skál og plasta yfir skálina ef maður á ekki krukku. Fyrir þessa uppskrift þá vill ég taka fram að það getur verið örlítið erfitt að blanda öllum hráefnum vel saman ef maður notar krukku en það er ekkert ómögulegt, sjálf nota ég alltaf krukku en ég tek með mér chia grautinn í skólann.

Innihald:

  • 5 msk grófir hafrar frá Himneskri Hollustu
  • 2 msk chia fræ frá Himneskri Hollustu
  • 1 meðalstór gulrót, niðurrifin
  • 2 dl af haframjólk frá Isola Bio 
  • Kanill eftir smekk, ég nota 1 msk af kanil frá Himneskri Hollustu
  • Hlynssíróp eftir smekk, ég nota 1/2 – 1 msk af lífrænu hlynsírópi frá Naturata (má sleppa) 

Aðferð: 

Setjið allt hráefni í skál eða krukku. Byrjið á því að blanda öllum þurrefnum saman, höfrum, chia fræjum og kanil. Næst skal setja haframjólkina og hlynsíróp (ef vill). Þá næst skal rífa niður eina meðalstóra gulrót með rifjárni og blanda við hin hráefnin. Í þessu skrefi getur verið gott að bæta við meira af haframjólk ef þess þarf svo að gulrótin blandist betur við hin hráefnin. Mér finnst gott að stappa gulrótinni niður á botninn og hræra svo vel saman. Stappa og hræra er lykilinn ef notuð er krukka. 

Hrærið öllu vel saman og passið að chiafræin festist ekki saman annars koma klumpar í grautinn. Ef notað er skál, skal plasta yfir hana, ef notað er glerkrukku skal loka fyrir hana. Geymið í kæli í a.m.k. 4 klukkustundir eða yfir nótt og njótið morguninn eftir með valhnetum, möndlum, ferskum eplum eða bara því sem ykkur dettur í hug! 

Njótið vel og góða helgi! 

Ef þið viljið fylgjast betur með mér getið þið fylgt mér á Instagram eða bætt mér við á Snapchat en ég er undir nafninu astaeats

Þangað til næst, verið heil og sæl! 

Höfundur: Asta Eats

NÝLEGT