Þegar ég bý til chia graut þá nota ég oftast glerkrukku en það er þægilegt að geta gripið með sér krukku af graut í nesti eða ef maður er á ferðinni. Hægt er að nota skál og plasta yfir skálina ef maður á ekki krukku.
Innihald:
- 5 msk grófir hafrar frá Himneskri Hollustu
- 3 msk chiafræ frá Himneskri Hollustu
- 2 msk kókosmjöl frá Himneskri Hollustu
- 1 msk af hörfræmjöli frá NOW (e. flaxseed meal)
- 2 dl af rísmjólk með kókos frá Isola Bio
Aðferð:
Setjið allt hráefni í skál eða krukku. Byrjið á þurrefnum og bætið svo plöntumjólkinni við í lokin. Hrærið öllu vel saman og passið að chiafræin festist ekki saman annars koma klumpar í grautinn. Ef notað er skál, skal plasta yfir hana, ef notað er glerkrukku skal loka fyrir hana. Geymið í kæli í a.m.k. 4 klukkustundir eða yfir nótt og njótið morguninn eftir með ferskum ávöxtum, fræblöndu eða bara því sem manni dettur í hug!
Ef þið viljið fylgjast betur með mér getið þið fylgt mér á Instagram eða bætt mér við á Snapchat en ég er undir nafninu astaeats
Þangað til næst, verið heil og sæl!
Höfundur: Asta Eats