Hvernig væri að byrja daginn á ljúffengum prótein- og trefjaríkum krukkugraut að hætti Ásdísar Grasa?
Í þessari uppskrift, úr heilsudrykkjabæklingi Ásdísar Grasa og NOW, er að finna góða blöndu af meinhollum næringarefnum sem koma okkur vel af stað inn í daginn.
Nú er bara að njóta!
Innihald:
- 1 skeið Plant Protein Complex vanillu frá NOW
- 1/4 hafraflögur frá Himneskri Hollustu*
- 2 msk chia fræ frá Himneskri Hollustu
- 2 msk hampfræ frá Himneskri Hollustu
- 1 1/2 bolli möndlumjólk sykurlaus frá Isola
- 2 msk Flax Seed Meal frá NOW
Aðferð:
Setjið hafra, chia, hörfræjamjöl og hampfræ í krukku. Hristið eða hrærið saman möndlumjólk og próteindufti og hellið svo yfir fræ mixtúruna í krukkunni. Setjið lok á krukkuna og hristið duglega svo blandist allt vel saman.
Setjið krukkuna í ísskáp yfir nótt og njótið næsta morgun. Toppið t.d. með ristuðum kókósflögum og bláberjum. Hægt að nota glúteinlausa hafra frá Bunalun.