Search
Close this search box.
Chocolate and love – sannkölluð ástarsaga

Chocolate and love – sannkölluð ástarsaga

Hvernig hljómar að sameina uppsprettu sumra bestu innihaldsefna heims við ást og framleiðslu á súkkulaði? Marg verðlaunaða dökka súkkulaðið frá Chocolate and Love er svo bragðmikið og stútfullt af gæðum að þú munt svo sannarlega elska það.

Í raun og veru er sagan af uppruna súkkulaðisins sannkölluð ástarsaga. Chocolate and Love var stofnað árið 2010 af skotanum Richard O´Connor og hinni dönsku Birgitte Hovmand. Þau kynntust, urðu ástfangin og komust fljótlega að því að þau deildu annarri sannri ást, ástinni á súkkulaði. Þetta varð að því að þau hófu ferlið sem í dag færir fólki í 40 löndum út um allan heim sannkallaða súkkulaði ást.

Á þessum 8 árum hefur fyrirtæki þeirra unnið 29 verðlaun fyrir gæði og gott bragð í flokknum Great Taste Awards og Kaffi súkkulaðið hefur unnið verðlaun frá Academy of Chocolate ásamt því að þau hafa hlotið verðlaun fyrir umbúðirnar, kaffi súkkulaðið er einmitt nýjasta afurðin sem er til sölu hér á landi. En árið 2014 hlutu umbúðirnar verðlaun fyrir glæsilegt útlit og innihald.

Súkkulaðið frá Chocolate and Love er stútfullt af gæðum, lífrænt og sanngirnisvottað (Fair trade). Hér á landi fást 7 ljúffengar bragðtegundir vafðar í einstaklega fallegar umbúðir. Umbúðirnar eru ekki einungis fallegar á að líta, heldur eru þær einnig framleiddar á pappír sem er 100% Forest Stewardship Council (FSC) vottaðar, hannaðar og handmálaðar af listamanni frá New York, mikil ást er lögð í hönnun umbúðanna og litirnir sem og munstrin tekin úr náttúrunni.

Hver plata af þessu dásemdar súkkulaði er 80g. tvö af þeim eru hreinar tegundir 80% Panama og 71% Rich Dark. Hinar 6 eru með töfrandi bragði í bland við súkkulaði bragðið.

Lágmarks kakó innihald vörunnar er 55% því þau trúa á gæðin í því að bjóða upp á meira kakó en minni sykur. Loforð framleiðenda er að nota einungis besta kakóið og bestu innihaldsefnin við framleiðsluna á þessu lífræna súkkulaði. En við framleiðslu Chocolate and Love eru einungis notuð vottuð lífræn innihaldsefni. Lífrænu framleiðsluna má rekja allt frá bæjunum þar sem kakóbaunin er ræktuð, til loka stigs framleiðslunnar, ef framleiðslunni er breytt á einhvern hátt á leiðinni þarf ferlið að vera skráð og staðfest. Þetta gerir það að verkum að allt ferlið er rekjanlegt og neytendur geta treyst því að allar vörurnar séu í samræmi við alþjóðlega lífræna staðla og hafa verið unnar og/eða framleiddar af viðurkenndum rekstraraðilum. Kakóbaunirnar sem notaðar eru í framleiðslu Chocolae and love eru sér valdar frá Peru, Dóminíska Lýðveldinu, Panama og Madagascar. Hrásykurinn kemur frá Paraquya og Costa Rica og Vanillan beint frá Madagascar.

Til viðbótar við hátt magn andoxunarefna sem náttúrulega finnast í kakó, er súkkulaði glúteinfrítt, GMO-free, sem þýðir að vörurnar innihaldi ekki erfðabreytt hráefni, ásamt því að vera án allra óæskilegra aukefna. Að undanskildum Creamy Dark og Sea Salt stykkjunum, eru vörurnar frá Chocolate and love án mjólkurafurða, sem gerir þær tilvaldar fyrir þá sem eru vegan.

Sanngirnisvottuð framleiðsla/Fairtrade

Það er mikilvægt þegar verið er að bjóða upp á lífrænt súkkulaði stútfullt af gæðum að öll skref framleiðslunnar séu rannsökuð og siðferðilega staðfest. Öll innihaldsefni framleiðslunnar, kakóið, hrásykurinn, vanillan og kaffið er keypt frá Fairtrade vottuðum aðilum. Margir þessara aðila eru litlir bæir og meðal stærð akranna aðeins um 5 hektarar. Bændurnir geta valið um að nota Fairtrade greiðslurnar til að bæta aðstöðuna á bænum hjá sér þar sem kakóbaunir eru framleiddar og/eða fjárfesta í samfélagsverkefnum svo sem vegagerð og því að tryggja sveitunum vatnsveitu.

Siðferðislega gott framleiðsluferli

Sérhver þáttur í viðskiptaferli framleiðslunnar er eins siðferðilega réttur og mögulegt er hverju sinni. Allt frá því að huga að framleiðslunni, umbúðum, pakkningarefnum að flutningi og sölu. Umhirða við umhverfið er alltaf í hávegum höfð og stutt er við endurnýjun. Þá sér fyrirtækið til þess að trjám sé plantað í gegnum weforest.org

Mundu þegar þú smakkar súkkulaði að láta það bráðna í munninum, með því muntu uppskera meira bragð.

Útsölustaðir Chocolate and Love eru Hagkaup, Fjarðakaup, Nettó og Blómaval

Höfundur: Lilja Björk

NÝLEGT