Search
Close this search box.
‘Chunki Monki’ granóla

‘Chunki Monki’ granóla

Innihald:

Þurrefni:

  • 2 dl grófir hafrar frá Himneskri Hollustu
  • 1 dl kasjúhnetur frá Himneskri Hollustu
  • 1 dl möndlur frá Himneskri Hollustu
  • 1/4 – 1/2 dl af kakónibbum frá Himneskri Hollustu
  • Þurrkaðir bananar frá Naturata (eftir smekk)

Blautefni:

  • 1-2 stappaðir bananar
  • 1/2 dl af hlynsírópi frá Naturata
  • 4 vænar msk af hnetusmjöri frá MONKI

 Chunki-monki-1

Aðferð:

Byrjið á því að setja öll þurrefnin saman í skál nema þurrkuðu bananana, þeir fara í granólablönduna eftir að hún er búin að ristast í ofninum og fá að kólna.

Næst skal setja hnetusmjörið og hlynsírópið saman í skál og bræða saman, annað hvort yfir vatnsbaði eða inn í örbylgjuofninum. Ef þið veljið örbylgjuofninn gætið þess að hlynsírópið brenni ekki. Ég setti hnetusmjörið og hlynsírópið í örbylgjuna í 30-60 sekúndur í senn og hrærði svo saman og endurtók þetta ferli þar til allt var blandað vel saman.

Stappið svo niður 1-2 banana (því dekkri, því sætari) og setjið bananastöppuna ásamt hnetusmjörs- og hlynsírópsblönduna út á granólablönduna og hrærið öllu vel saman. Þið getið notað hendurnar eða sleif/sleikju.

Chunki-monki-2

Chunki-monki-3

Leggið granólablönduna á plötu með bökunarpappír undir og dreifið vel úr blöndunni. Við viljum þunnt lag, ekki þykkt.

Setjið granólablönduna inn í ofn á 150°C og ristið í um það bil 30 mínútur en hrærið í granólablöndunni á 10 mínútna fresti. Þetta kemur í veg fyrir að hún brennur og einnig ristast granólablandan jafnt. Ég einfaldlega tek plötuna úr ofninum og loka honum svo hitinn sleppi ekki út. Svo hræri ég þessu vel saman með sleikju og set aftur inn í ofn og endurtek þetta þar til granólablandan er búin að vera í 30 mínútur í ofninum. Passið sérstaklega kasjúhneturnar, þær eiga það til að brenna frekar en möndlurnar.

Þegar búið er að rista granólablönduna skal taka hana úr ofninum. Leyfið blöndunni svo að kólna en við kælingu þá harðnar granóla og verður meira “crunchy”, bætið svo þurrkuðu bönununum við.

Geymið í loftþéttu íláti í allt að 10-14 daga. Setjið út á grautinn, jógúrtið, smoothie-skál eða borðið bara eitt og sér!

Ef þið viljið fylgjast betur með mér getið þið fylgt mér á Instagram

Þangað til næst, verið heil og sæl!

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Himneska Hollustu, MONKI og Naturata

Höfundur: Asta Eats

NÝLEGT