Search
Close this search box.
Clipper te

Clipper te

Hefur þú prófað lífrænu verðlauna te-in frá Clipper? Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, bæði koffínlaust te og með koffeini.

Koffínlaust te:

Allt jurtateið er koffeinlaust, blaðate er best að drekka á morgnana og fyrri part dags því þau eru vekjandi. Blómate eru best á kvöldin því þau eru róandi og slakandi.

Grænt koffínlaust te:

Nýtt frá Clipper.
Mjög andoxandi og hressandi.

Detox:

Afeitrandi og hreinsandi
Inniheldur: rósmarín, engifer, oregano, lime, turmeric og aloa vera.

Rauðrunna te:

Ríkt af steinefnum, andoxunarefnum og c-vítamíni. Gott við höfuðverk og svefnleysi. Má gefa ungabörnum, gott við magakrampa, ofnæmi og exemi. Getur mildað kláða sé borið á húð.

Lakkríste:

Lakkrísrótin er þekkt lækningajurt, hún inniheldur flavoníða sem eru góðir fyrir maga og meltingu.
Lakkrísrótin gefur mjög sætt bragð og er hægt að nota hana með öðrum teum til þess að fá sætt bragð án sykurs. Notist í hófi fyrir þá sem hafa of háan blóðþrýsting.

Fennel te:

Góð fyrir meltinguna, það hjálpar líkamanum að melta og losar um loft. Má gefa ungabörnum smá tsk við vindverkjum, Teið er bragðgott og er með keim af lakkrísbragði.

Dandelion te (fíflablöð):

Vatnslosandi og er talið einstaklega hollt og styrkjandi fyrir líkamann, sérstaklega eftir veikindi. Styrkjandi fyrir lifrina.

Kamillute:

Kamilluteið er úr kamillublómum og er græðandi og róandi fyrir meltingarveginn, og gott fyrir svefninn. Gott ráð er að setja út í baðið til að róa fyrir svefninn. 

Villt berja te (wild berry):

Inniheldur læknakólf, ananas, honeybush og bláber.

Nettlu te (brenninettla):

Nettlan er þekkt lækningajurt og er einstaklega járnrík. Hún inniheldur góð steinefni og vítamín.

Piparmyntu te:

Piparmyntute er mjög ferskt og bragðið er vekjandi. Það er einnig milt og vatnslosandi, losar um höfuðkvef og stíflað nef.

Hindberja te:

Sérstaklega gott fyrir ófrískar konur, talið styrkja legið fyrir og eftir barnsburð. Inniheldur einnig vítamínin B1,B3 og E. 

Te með koffein:

Svart te, grænt te og hvítt te eru allt te af sama te runnanum, mismunurinn felst í því hvaða hluti runnans er notaður og hvernig te-ið er unnið. Bestu og dýrustu laufin fara í hvíta teið sem er talið hollast og innihalda langmest af andoxunarefnum.

Grænt te:

Mjög andoxandi og hressandi og styrkir ónæmiskerfið. Inniheldur koffein og er hollara en svart te.

Hvítt te:

3x öflugra en grænt te hvað varðar andoxunareiginleika. Styrkir ónæmiskerfið, hamlar sýkingum og hefur hreinsandi áhrif. Hvítt te er það nýjasta á vesturlöndum í te-i, en hefur lengi verið þekkt í Kína, í meira en 1500 ár.

Clipper fæst í Nettó, Krónunni, Hagkaup og í Fjarðarkaupum

NÝLEGT