Search
Close this search box.
Creme Brulee skyrterta

Creme Brulee skyrterta

Eftir miklar eftirspurnir út í skyrtertuna í gegnum instagram langar mig til að deila með ykkur uppskriftinni af minni útgáfu af dásamlegri skyrtertu skref fyrir skref. Þessi terta er klárlega eftirrétturinn fyrir helgina eða í sunnudags brunchinn.
Skyrtertan er þriggja laga. Botninn kexaður úr góðum hráefnum frá Himneskri hollustu, millilag skyrtertan sjálf og efstalagið súkkulaðibráð 

Botninn 
60 g ósaltað íslenskt smjör brætt í potti
2-3 dl glúteinlaust haframjöl sett í blender 
1 msk kókoshveiti
2 msk möndlumjöl
1 msk kókosmjöl
2 msk strásæta (via health) 
Öllu hrært vel saman í skál, mér finnst betra að hafa botninn aðeins kexaðari. Þjappa blöndunni í fat, vel út í alla kanta
– Inn í fyrsti á meðan skyrtertan er búin til 

Millilagið 
1 stór dós af Creme brulee skyri
1 stór peli rjómi 

Í kökuna þurfti ég ekki meira en 
1/2 af skyrdósinni
1/2 rjómi þeyttur úr pelanum. 2 tsk vanilludropar þeytt með rjómanum
1 msk steviu strásæta eða hrásykur (val) ég notaði steviu strásætu
– Skyrið sett í skál, þeyttum rjóma bætt rólega saman við skyrið sirka 1 msk hært saman við í einu. 

Skyrlagið sett yfir frosinn botninn, dreift vel út í alla kanta og sett aftur inn í frysti í um 1-2 klukkustundir áður en súkkulaði bráðið er sett yfir. 

Súkkulaði brætt yfir heitu vatnsbaði í potti
2 plötur af glútein og sykurlausu súkkulaði. Ég keypti Diablo súkkulaðið því það er það eina sem ég fann sem er glúteinlaust
Bræddi súkkulaðið með smá mjólk 
– Leyfa súkkulaðinu að kólna í smá tíma á borðinu áður en það er sett á tertuna. Þegar súkkulaðið er sett á tertuna setjið hana svo aftur inn í frysti og láta súkkulaðið harðna vel á millilaginu. 

Takið skyrtertuna úr frysti 30 mín áður en hún er borin fram og hafið inní ískáp þangað til.  Til að gera skyrtertuna enn fallegri og betri skar ég fersk jarðaber smátt yfir OG svo er það bara að njóta! 

Unnamed-3_1527862983687Eigið góða helgi 
Karitas Óskars 

NÝLEGT