CURAPROX Be You tannhvíttunarsettin sem hafa slegið í gegn

CURAPROX Be You tannhvíttunarsettin sem hafa slegið í gegn

Hluti af því að viðhalda góðri almennri heilsu er að huga vel að tannheilsunni. Þótt ótrúlegt megi virðast þá getur slæmt viðhald tannana og gómsins haft slæm áhrif á allan líkama okkar. Þannig geta bakteríur sem hvíla í munninum komist í gegnum bólgið tannholdið inn í blóðrásina og þaðan borist til ólíkra líffæra líkamans og haft skaðleg áhrif á hjarta – og æðakerfi, lungun, heilann og ónæmiskerfið í heild sinni. Góð tannheilsa er því grunnþáttur heilsu okkar.

Þegar kemur að tönnunum og gómnum er mikilvægt að koma upp daglegri rútínu með það að leiðarljósi að skapa hollar og góðar venjur sem hjálpa okkur að viðhalda, eins og áður segir, góðri tannheilsu. Í því felst að sjálfsögðu að tannbursta, nota tannþráð og velja réttu vörurnar sem hjálpa okkur að verja tennurnar á sama tíma og þær vernda tannholdið.

Tannburstasettin í Be You línunni.

CURAPROX TANNVÖRUR

Tannvörurnar frá Curaprox hafa verið í þróun í hartnær 50 ár og eru viðurkenndar af tannlæknum og tannfræðingum um heim allan. Curaprox framleiðir tannbursta, tannkrem, tannþræði, munnskol, millitannabursta og aðrar tannvörur í algjörum sérflokki. Þannig skapar fyrirtækið sér einstakan sess á markaði með háþróuðum tannvörum sem tryggja hámarks árangur við notkun, tannheilsu þinni til bóta.

CURAPROX BE YOU

BE YOU tannhvíttunarsettin frá Curaprox innihalda bragðgóð tannhvíttunartannkrem og hinn vinsæla 5460 tannbursta. Tannkremið hefur lýsingaráhrif með glucose oxidase og verndar gegn tannsýklu með flúori og xylitol. Það inniheldur fjölda af mentolkúlum sem gerir frískleikann og bragðið langlífara auk örlítils silica fyrir sérstaklega mjúka hreinsun.

Tannhvíttunarsettin kom í 6 mismunandi bragðtegundum:

Greipaldin og ilmappelsínur

Ferskjur og apríkósur

Vatnsmelóna

Gin og Tónik

Brómber og lakkrís

Aloe Vera og epli

Tannhvíttunarsettin frá CURAPROX eru á 35% afslætti í H Verslun og gildir afslátturinn til jóla. Sjá tilboð hér.

NÝLEGT