Curaprox – tannvörur sem tannlæknar mæla með

Curaprox – tannvörur sem tannlæknar mæla með

Hluti af því að viðhalda góðri almennri heilsu er að huga vel að tannheilsunni. Þótt ótrúlegt megi virðast þá getur slæmt viðhald tannana og gómsins haft slæm áhrif á allan líkama okkar. Þannig geta bakteríur sem hvíla í munninum komist í gegnum bólgið tannholdið inn í blóðrásina og þaðan borist til ólíkra líffæra líkamans og haft skaðleg áhrif á hjarta – og æðakerfi, lungun, heilann og ónæmiskerfið í heild sinni. Góð tannheilsa er því grunnþáttur heilsu okkar.

Þegar kemur að tönnunum og gómnum er mikilvægt að koma upp daglegri rútínu með það að leiðarljósi að skapa hollar og góðar venjur sem hjálpa okkur að viðhalda, eins og áður segir, góðri tannheilsu. Í því felst að sjálfsögðu að tannbursta, nota tannþráð og velja réttu vörurnar sem hjálpa okkur að verja tennurnar á sama tíma og þær vernda tannholdið.

CURAPROX TANNVÖRUR

Tannvörurnar frá Curaprox hafa verið í þróun í hartnær 50 ár og eru viðurkenndar af tannlæknum og tannfræðingum um heim allan. Curaprox framleiðir tannbursta, tannkrem, tannþræði, munnskol, millitannabursta og aðrar tannvörur í algjörum sérflokki. Þannig skapar fyrirtækið sér einstakan sess á markaði með háþróuðum tannvörum sem tryggja hámarks árangur við notkun, tannheilsu þinni til bóta.

CURAPROX TANNBURSTAR

Curaprox er líklega þekktast fyrir litríku tannburstana sína, og framleiðir fyrirtækið tannbursta bæði fyrir börn og fullorðna. Curaprox tannburstarnir hafa læknisfræðilegt samþykki um allan heim. Efnin og hráefnin sem notað er í tannburstana uppfylla ströngustu kröfur um gæði og öryggi. Tannburstarnir innihalda engin efni sem eru skaðleg heilsunni. Ennfremur er hægt að endurvinna plasthlutana auðveldlega og án vandræða.

CUREN® ÞRÆÐIR

Tannburstahárin eru mjög fíngerð, svo fíngerð að ekki er hægt að kalla þau burstahár heldur þræði. Þræðirnir á Curaprox tannburstunum eru gerðir úr Curen® þráðum, efni sem frásogar í sig lítið sem ekkert vatn og heldur því þannig stífleika sínum. Stærsti kosturinn við að þræðirnir frásogi í sig lítið sem ekkert vatn er sá að þá safnast minni bakteríur fyrir í þráðunum. Efnið í þráðunum er talsvert fínna og stífara en í hefðbundnum nælon hárum. Aðrir mikilvægir eiginleikar Curen® þráðanna á tannburstunum eru fjöldi þráða á burstahausnum, þvermál þeirra og áferðin – þau eru þynnri en önnur hár en sama tíma stífari og hafa ávala lögun. Curen® þræðirnir eru einnig endurvinnanlegir.

Curaprox tannvörurnar fást í flestum apótekum og matvöruverslunum. Einnig finnur þú vinsælustu Curaprox vörurnar í H Verslun.

https://www.hverslun.is/Curaprox/5_68.action

Hér má sjá mismunandi gerðir tannbursta frá Curaprox:

CS5460 Ultra soft tannburstinn hefur 5460 Curen® þræði og hentar fullorðnum

CS3960 Super soft tannburstinn hefur 3960 Curen® þræði og hentar fullorðnum

CS1560 Soft tannburstinn hefur 1560 Curen® þræði og hentar fullorðnum

CS Smart tannburstinn hefur 7600 Curen® þræði og hentar börnum frá 5-10 ára

CS Curakid tannburstinn hefur 4260 Curen® þræði og hentar börnum frá 0-5 ára.

Tannburstar fyrir fullorðna

Tannburstar fyrir börn

NÝLEGT