Search
Close this search box.
Dagur ástarinnar nálgast

Dagur ástarinnar nálgast

Valentínusardagurinn er dagur helgaður ástinni sem haldinn er hátíðlegur á messudegi heilags Valentínusar 14. febrúar ár hvert. Dagurinn á uppruna sinn í Evrópu á 14. öld. Meðal þess sem er hefðbundið að gera þennan dag er að senda sínum heittelskaða/sinni heittelskuðu gjafir á borð við blóm og konfekt og dekur og láta valentínusar kort fylgja með.

Þessar hefðir eiga uppruna sinn í Bretlandi, Frakklandi og Bandaríkjunum en í öðrum löndum gilda aðrar hefðir og sums staðar er dagurinn helgaður vináttu í stað ástar. Í löndum þar sem ekki er löng hefð fyrir því að halda Valentínusardaginn hátíðlegan hafa bandarískir siðir gjarnan fylgt þegar venjan er tekin upp.

Það eru líklega flestir ef ekki allir sammála um það að það hafi aldrei verið mikilvægara en nú að krydda upp á tilveruna með hvers kyns gleði. Hvetjum við því alla til þess að gera eitthvað fallegt og eða skemmtilegt fyrir sinn eða sína heittelskuðu, nú eða einfaldlega fyrir sjálfan sig. Við hjá hmagasin tókum því saman nokkrar hugmyndir að góðum gjöfum:

Ilmolíulampinn okkar frá NOW er skyldueign á öllum heimlinum. Þú velur lykt í lampann og breytir bókstaflega andrúmsloftinu á heimilinu á augabraði.

Í tilefni af Valentínusardeginum völdum við rómantíska ilminn Naturally Loveable í ilmlampann að þessu sinni. Ástin svífur svo sannarlega yfir með

Sjá meira úrval af ilmolíum hér.

Þessi einstaka Lavander/Möndlu nuddolía er fullkomin fyrir nuddið en sömuleiðis dásamleg á allan líkamann eftir sund, gufu og ræktina. Tilvalin með í dekur pakkann.

Handrúlla sem tilvalin er með í pakkann.

Þessi róandi blanda úr einstaklega fallegu Fjallagullblómi er sömuleiðis góð gjöf fyrir þann sem að þér þykir bestur. Blandan er stútfullt af andoxunarefnum og veitir góða líðan.

NÝLEGT