Search
Close this search box.
Dagur í lífi Birgittu Lífar

Dagur í lífi Birgittu Lífar

Athafnakonan Birgitta Líf, markaðsstjóri Laugar Spa, eigandi Bankastræti Club og talskona NOW hefur vægast sagt í nógu að snúast en þrátt fyrir mikið annríki setur hún heilsuna ávallt í fyrsta sæti. Við fengum að skyggnast aðeins inn í rútínuna hennar.

Hvað borðar þú helst í morgunmat?

Ég er lítil morgunmanneskja og borða oftast ekki fyrr en um hádegisbilið. Ef ég fer á æfingu um morguninn gríp ég mér próteinsjeik eftir hana annars fæ ég mér oftast grænan heilsudrykk í vinnunni í Laugum eða acaí skál í hádeginu.

Hvaða vítamín tekur þú á morgnanna?

Ég tek eplaedikstöflurnar frá now, finn mikinn mun eftir að ég byrjaði á þeim, D vítamín, EVE fjölvítamín og svo skiptist ég svolítið á að taka Rhodiola, Odorless garlic og C vítamín.

Verslaðu epla edikið hér:

Hvað grípurðu helst í sem millibit yfir daginn?

Ég er lítill nartari og borða frekar matarmeiri máltíðir en það væri þá helst próteinsjeik.

Ertu skipulögð þegar kemur að mataræði?

Ég væri að ljúga ef ég myndi segja það. Það er alltaf markmið hjá mér að reyna að vera skipulagðari en ég gríp mér oftast bara það sem hentar best hverju sinni. Ég bý svo vel að vera að vinna á skrifstofunni í Laugum alla daga þar sem er booztbar, salatbar, Maikai og Laugar Café þannig úrvalið er gott og heilsusamlegt. Ég versla síðan oftast í kvöldmatinn eða næ í takeaway á leiðinni heim úr vinnunni.

Drauma hádegisverðurinn?

Oftast er það heilsu hristingur eða acai skál en ef ég á frídag og er heima finnst mér dásamlegt að búa mér til avókadó brauð með hleyptu eggi, rucola og tómötum.

Uppáhalds drykkurinn þinn?

Ég elska hreina íslenska vatnið en þess á milli fæ ég mér Nocco til að hressa mig við og fá amínósýrur.

Á hvaða tíma dags finnst þér best að hreyfa þig?

Mér finnst best að hreyfa mig á morgnana en ekki of snemma. 8:30 er fullkominn tími en oft þurfa æfingarnar að bíða þar til seinnipartinn útaf vinnu.

Hvaða hreyfingu stundar þú að staðaldri?

Ég æfi WorldFit í World Class en fer einnig sjálf í salinn þess á milli og reyni að fara a.m.k. 1x í viku í infrared-heitan tíma, t.d. hot fit.

Klassískur kvöldmatur?

Einfalt og gott pasta klikkar aldrei. Mér finnst það einnig góð leið til að koma meira af grænmeti inn í daginn.

Besti sukk maturinn?

Ætli það sé ekki góð pizza.

Drauma eftirrétturinn þegar þú gerir vel við þig?

Bragðarefur frá Huppu er draumurinn.

Tekurðu vítamín fyrir svefninn?

B vítamín sprey, magnesíum og svo tek ég stundum Activated charcoal.

Stundarðu hugleiðslu eða annað til að staldra við í amstri dagsins og slaka á?

Nei ekki ákveðna skipulagða hugleiðslu en ætli æfingar séu ekki mín hugleiðsla og tími til að kúpla út. Ég slaka síðan extra vel á þegar ég næ að hoppa í pottana eða gufu eftir æfingu. 

Uppáhalds dekrið?

Nudd og spa í Laugum án nokkurs vafa. Ég reyni að vera dugleg að setja sjálfa mig í fyrsta sæti í öllu amstrinu.

Ertu a eða b týpa?

B fyrir Birgitta.

Te eða kaffi?

Te

Rútínan fyrir svefninn?

Mér finnst mjög notalegt að blanda mér magnesíum frá NOW og sötra á yfir sjónvarpsþætti uppi í sófa áður en ég fer að hátta mig og gera kvöld húðrútínuna. Ég kveiki síðan alltaf á podcasti og sofna út frá því.

Verslaðu Magnesíum hér:

Einfalt og fljótlegt pasta að hætti Birgittu;

Blandað saman í potti:

Soðið pasta frá Muna

Ferskt pestó að eigin vali

Saxaðar döðlur frá Muna

Kasjúhnetur frá Muna

Ferskt spínat

Fetaostur

Fylgstu með ævintýrum Birgittu hér;
Birgitta Líf Björnsdóttir (@birgittalif) • Instagram photos and videos

NÝLEGT