Anna Eiríks eigandi heilsuvefsins annaeiriks.is og deildarstjóri í Hreyfingu er dugleg að blanda saman heilsu, hreyfingu og gæðastundum með fólkinu sínu. Okkur lék forvitni á að vita hvernig dagur í lífi þessarrar heilsuhraustu og frábæru konu liti út.
Hvað borðar þú helst í morgunmat?
Ég borða oftast morgunmat nálægt hádeginu því ég kenni alltaf klukkan 09.00 en þá fæ ég mér oft góðan hafragraut í allskonar útfærslum, gríska jógúrt sem ég toppa með einhverju góðgæti eða skelli í hollan próteinríkan þeyting sem ég breyti í skál og nota þá vanillupróteinið frá NOW sem ég held mikið uppá.
Hvaða vítamín tekur þú á morgnanna?
Ég tek alltaf EVE með morgunverðinum sama klukkan hvað hann er og góðgerlana frá NOW, women’s probiotics.
Hvað grípurðu helst í sem millibit yfir daginn?
Um miðjan dag fæ ég mér oft ristað súrdeigsbrauð með kotasælu, lárperu og eggi en finnst líka gott að skella í smoothie eða fá mér smá gríska jógúrt með ferskum berjum.
Ertu skipulögð þegar kemur að mataræði eins og með að undirbúa næringuna daginn áður?
Já ég tek mjög oft með mér nesti í vinnuna og er búin að skipuleggja kvöldverðinn nokkra daga fram í tímann en auðvitað klikkar það alveg stundum.
Drauma hádegisverðurinn?
Gott ristað lárperu brauð með eggjahræru og fersku salati eða góð salatskál.
Tekurðu einhver vítamín yfir daginn?
Oftast á morgnana já og svo tek ég magnesíum og Omega 3 með kvöldmatnum.


Besti orkubarinn?
Heimagerða kókoskúlur.
Uppáhalds drykkurinn þinn?
Sódavatn
Á hvaða tíma dags finnst þér best að hreyfa þig?
Hádegið er minn uppáhalds tími.
Hvaða hreyfingu stundar þú að staðaldri?
Ég stunda mjög fjölbreytta hreyfingu en ég held að það sé lykillinn að ánægju og árangri í þjálfun. Ég hleyp, hjóla, stunda styrktarþjálfun, liðleikaþjálfun og allt þar á milli.
Klassískur kvöldmatur?
Við elskum mexíkanskan mat og gerum oft allskonar þannig rétti með ýmist kjúklingabringum eða nautahakki og vel af fersku grænmeti með. Annars bara hefðbundinn fjölskyldumatur.
Besti sukk maturinn?
Ég elska pizzur og djúsí sushi.
Drauma eftirrétturinn þegar þú gerir vel við þig?
Ís eða súkkulað….eða bæði!
Tekurðu vítamín fyrir svefninn?
Ég tek svona vítamíntarnir en mér finnst best að taka vítamínin mín með morgun- og kvöldmatnum en ekki beint fyrir svefninn.
Stundarðu hugleiðslu eða annað til að staldra við í amstri dagsins og slaka á?
Ég passa já vel upp á að taka rólega stund í lok hvers tíma sem ég kenni til að fá mitt fólk til að slaka á og ég geri það þá með þeim en svo fer ég alltaf í pottinn minn á kvöldin sem er klárlega mín uppáhalds slökunarstund þar sem við hjónin förum yfir daginn saman.
Uppáhalds dekrið?
Potturinn minn en svo elska ég að fara í spa-ið í Hreyfingu og í nudd eða Bláa Lónið.
Ertu a eða b týpa?
Alls ekki a týpa en ekki heldur þessi týpíska b týpa en samt meiri b en a klárlega.
Te eða kaffi?
Hvorugt.
Rútínan fyrir svefninn?
Pottur og rólegheit, „love it“.
Markmið þín á nýja árinu?
Að sjá nýja vefinn minn annaeiriks.is sem er nýkominn í loftið vaxa og dafna og sinna fjölskyldu og vinum með góðum samverustundum sem tvinna oft saman góða hreyfingu, góðan mat, hlátur og gleði.
Dásamlegar kókoskúlur
Ég elska að henda í dásamlegar kókoskúlur þegar mig langar í eitthvað smá sætt sem inniheldur engan hvítan sykur. Það tekur enga stund að útbúa þær, innihalda aðeins 6 innihaldsefni og æðislegt að eiga þær í ísskápnum. Krökkunum finnst þær líka rosalega góðar og gera þær stundum sjálf.


Innihald
3 dl saxaðar döðlur frá MUNA lagðar í bleyti
3 dl fínir hafrar frá MUNA
2 msk kakó
2 msk Agave síróp frá MUNA
2 msk fljótandi kókosolía frá MUNA
Kókosmjöl frá MUNA
Aðferð
Allt sett í matvinnsluvél, kúlur mótaðar og þeim velt upp úr kókosmjöli og settar í kæli. Njótið í botn!
Fylgist með Önnu Eiríks hér;
www.instagram.com/aeiriks/
Sjá Heilsublað Nettó hér: Heilsudagar Nettó janúar 2023 by Nettó – Issuu