Search
Close this search box.
Damir Muminovic knattspyrnumaður í Nærmynd

Damir Muminovic knattspyrnumaður í Nærmynd

Segðu okkur stuttlega frá því sem þú ert að gera

Ég er knattspyrnumaður hjá Breiðablik.

Hjúskaparstaða?

Ég á yndislega kærustu og eina litla prinsessu.

18195292_10211303273710687_722955011_o

Uppáhalds matur og drykkur?

Lambalæri og blár Gatorade.

Uppáhalds vefsíður

Er mikið á fotbolti.net og dailymail.co.uk

Besta bíómyndin?

Get ekki gert upp á milli Scarface og American Gangster

Hvaða þætti ert þú að horfa á núna og hvaða þáttum mælir þú með?

Í augnablikinu er ég að horfa á Billions annars mæli ég með Power, King of Quens og Vikings.

12931239_10207909706793635_4904871497305826993_n

Ertu hjátrúarfullur?

Nei.

Hvert er draumaferðalagið?

Hefur oft langað að fara til Jamaica.

Hvaða manneskju líturðu mest upp til?

Móður minnar.

Hvert er móttóið þitt?

Ég verð að segja pass.

Hvar myndirðu helst vilja búa?

Ég verð að segja Serbíu, mér líður best þar.

Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir?

Eyða frídögunum mínum í að vera með dóttur minni og spila fótbolta auðvitað.

10978665_10204863597522807_6230517460845280448_n

Damir er númer þrjú í efri röðinni, talið frá vinstri.

Hvað geturðu sagt okkur um þig sem fáir vita?

Ég borða ekkert grænmeti.

Hvaða persóna úr bíómynd myndirðu helst vilja vera og af hverju?

Ég myndi vilja vera Curtic Jackson úr myndinni Get Rich or Die Trying. Hann þurfti að sjá um sjálfan sig síðan hann var ungur strákur og í dag hefur hann það alltof gott.

Hvar sérðu þig eftir 10 ár?

Ekki kominn svona langt.

Með hvaða félagsliðum hefur þú spilað?

HK, Ými, Hvöt, Leikni, Víking Ólafsvík og Breiðablik.

Hvaða lag kemur þér í gírinn fyrir leik?

I´ll whip your head boy – 50 Cent.

Hvað borðar þú daginn fyrir leik?

Ég reyni yfirleitt að borða eitthvað hollt, skiptir ekki máli hvað það er.

Hvað borðar þú á leikdegi?

Ef það er leikur kl. 17:00 þá vakna ég snemma og fæ mér 6-8 egg og ávextir. Eitthvað létt í hádeginu, svo fer ég á Serrano þremur tímum fyrir leik.

14657245_10209510405610105_8318813638239467713_n

Ertu hjátrúarfullur fyrir leiki?

Nei.

Uppáhalds mót þegar þú varst í yngri flokkum og af hverju?

Gothia Cup, það var skemmtilegast afþví að við spiluðum við miklu stærri lið.

Besti mótherji sem þú hefur mætt?

Það var erfitt að spila á móti Viðari Erni.

Besti samherjinn?

Elfar Freyr Helgason.

Eftirminnilegast leikur sem þú hefur spilað?

Ég ætla segja Jelgava heima, fyrsti Evrópuleikurinn minn.

Hvernig lítur hefðbundin æfingavika út hjá þér núna?

Það eru þrir dagar í leik, þannig hún er mjög róleg held ég.

Stundar þú einhverja aðra hreyfingu en fótbolta?

Mér finnst gott að kíkja í gymmið.

Tekur þú einhver bætiefni, ef svo er hvaða bætiefni tekur þú og afhverju?

Ég tek mest magnesíum, það hjálpar mér að recovera eftir æfingar og leiki og ég sef betur.

Hvað finnst þér skemmtilegast við að spila fótbolta?

Að mæta klukkutíma fyrir æfingu, taka í höndina á vinum mínum, setjast niður og spjalla.

Höfundur: Damir Muminovic / H Talari

NÝLEGT