Davíð Kristinsson: Góð melting byggist á góðri þarmaflóru

Davíð Kristinsson: Góð melting byggist á góðri þarmaflóru

Heilsugúrúinn Davíðs Kristinsson hefur starfað sem einkaþjálfari í 15 ár og sérmenntað sig sem næringar- og lífsstílsþjálfari. Hann rekur nú Heilsuþjálfun ehf. á Akureyri ásamt eiginkonu sinni. Davíð hefur á undanförnum árum haldið mikinn fjölda vinsælla námskeiða og fyrirlestra um 30 daga hreint mataræði. Við tókum tal af Davíð til þess að forvitnast hvaða bætiefni það væru sem hann sjálfur tæki dagsdaglega. 

Fæðubótarefnafrumskógurinn er stór og margir mjög týndir í honum 

Bætiefnin mín:

Við þurfum að borða holla og hreina fæðu til að líkaminn þrífist nógu vel. Sem þjálfari og ráðgjafi legg ég ávallt áherslu á að fæða sé ávallt fyrsta val þegar kemur að því að bæta heilsuna. En einnig getur verið mikilvægt fyrir okkur að taka einstaka fæðubótarefni. Síðustu ár hef ég notað Now fæðubótarefnin vegna hreinleika þeirra og gæða. 

Fæðubótarefnafrumskógurinn er stór og margir mjög týndir í honum. Þó að til séu yfir þúsundir mismunandi fæðubótarefnu er ekki þar með sagt að þú þurfir að smakka eða nota það allt. Aðalatriðið er að forgangsraða á réttan hátt.

Hvað er það sem þú þarft mest á að halda?

Mikilvægasta vítamín sem Íslendingar þurfa að taka inn er D-vítamín. Mæli með D-vítamíni í fljótandi eða belgjaformi. Þó að við borðum D-vítamín ríka fæðu þá er afar ólíklegt að við náum lágmarkinu fyrir okkur. Læknar hafa verið að ráðleggja stærri skammta síðustu ár af d-vítamínum eða 3000-5000 ui. D-Vítamín vinnur með kalki og er mikilvægt fyrir bein, lykilvítamín í virkni ónæmiskerfis, vörn gegn flensu, mikið forvarnargildi gegn fjölda krabbameina,virðist leika mikilvægt hlutverk í að viðhalda kjörþyngd, skortur tengist fjölda sjúkdóma. 

Omega-3 fitusýrur eru lífsnauðsynlegar fitursýrur sem líkaminn framleiðir ekki sjálfur. Omega-3 vinnur gegn bólgum í líkamanum og hefur jákvæð áhrif á hjarta- og æðavandamál, tíðarverki og andlegt jafnvægi. Mæli með að taka Omega-3 fitusýrur í belgjaformi að staðaldri. 

Sagt er að heilsan byggist á meltingunni og mætti þá bæta við að góð melting byggist á góðri þarmaflóru. 

Magnesíumskortur hefur víðtæk áhrif á líkamann, eins og vöðvakrampar, spenna í vöðvum, eymsli í vöðvum, veikir taugakerfið, höfuðverkir, svefnleysi og slæm áhrif á hjarta og æðakerfið. Magnesíum er talið hafa áhrif á öll líffærin í líkamanum. Magnesíumskortur lengir einnig bata eftir æfingar. Það sem talið er að valdi magnesíumskorti er neysla á lyfjum, hvítum sykri, hvítu hveiti, áfengi og einnig eyðist magnesíum úr líkamanum við áreynslu eins og á æfingum sem dæmi. Mæli með því að taka magnesíum að staðaldri sérstaklega fyrir þá sem æfa mikið.

Sagt er að heilsan byggist á meltingunni og mætti þá bæta við að góð melting byggist á góðri þarmaflóru. Grundvöllur góðrar þarmaflóru er að hún hafi hátt hlutfall góðgerla. Ef meltingin er í ólagi er viðeigandi að prófa góðgerlablöndu sem þessa til að leiðrétta þarmaflóruna. Meltingargerlar eru góðir fyrir meltingu, stuðla að jafnvægi á þarmaflórunni og styðja við ónæmiskerfið. Mæli með því að taka meltingagerla að staðaldri sérstaklega fyrir þá sem hafa fengið sýklalyf, salmonellusýkingar eða eiga erfitt með að melta fæðu.

Fyrir æfingafólkið þá eru nokkur fæðubótarefni sem búið er að rannsaka mikið og virka vel til að bæta árangur og ná betri endurheimt á æfingu og eftir æfingu. Ef þú ert að æfa þá eru þetta fæðubótarefnin sem ég mæli með að þú byrjir á áður en þú ferð að bæta öðru við. Fyrir þá sem eru ekki með mjólkuróþol hef ég mælt með mysupróteininu frá Now vegna gæðanna og hreinleikans.

Fjöldi rannsókna hefur sýnt fram á, að mysuprótein slær á hungurtilfinningu 

Fjöldi rannsókna hefur sýnt fram á að mysuprótein slær á hungurtilfinningu, eykur efnaskiptahraða og minnkar vöðvaniðurbrot við takmarkaða hitaeiningainntöku. Hreint mysuprótein stuðlar að uppbyggingu vöðva, minnkun á niðurbroti vöðva, þyngdartap og hefur jákvæð áhrif á ónæmiskerfið. Hlutverk próteina í líkamanum er mikið og fjölbreytt. Fyrir þá sem stunda hreyfingu er prótein mikilvægt þar sem það er aðaluppbyggin­garefni vöðvavefs, auk þess sem það er mikilvægt fyrir hormóna- og ónæmiskerfið. Fólk sem stundar mikla hreyfingu þarf meira prótein en kyrrsetufólk sökum þess að mikil eða langvarandi átök auka þörf líkamans á amínósýrum sem eru uppbyggingarefni próteina. 

Baunaprótein fyrir þá sem styðjast við Vegan lífsstíl eða eru með mjólkuróþol:

Baunir eru þekkt uppspretta af vel nýtanlegu próteini, fyrir utan að vera laust við flesta óþolsvalda. Þetta gerir baunaprótein hentugan próteingjafa fyrir fólk sem þolir illa annað prótein. NOW baunapróteinið er óerfðabreytt og inniheldur 24 grömm af auðmeltanlegu próteini í hverri skammtastærð. Hver skammtur inniheldur yfir 4200 milligrömm af BCAA og yfir 2000 milligrömm af L-Arganine amínósýru. 

Fimmtán mínútum fyrir allar æfingar tek ég BCAA amínósýrur frá Now og finn ég mikinn mun á æfingum og endurheimt eftir æfingar er betri. Einnig tek ég BCAA á morgnana sérstaklega ef ég fer að æfa á fastandi maga eða er að taka föstur. BCAA amínósýrur hjálpa þeim sem æfa þar sem þær draga úr þreytu á æfingum, minnka mjög hratt vöðvaniðurbrot, og auka vöðvavöxt. Erfiðar æfingar geta valdið því að magn BCAA minnkar mjög hratt og getur valdið vöðvaniðurbroti og þreytu. 

Beta-Alanine er eitt af uppáhalds bætiefnunum mínum á meðan ég æf. Þó það kitli stundum aðeins í húðinni við inntöku þá er það alveg meinlaust fyrir heilbrigðan einstakling. Nokkrar rannsóknir benda til aukningar í vöðvastyrk og krafti í íþróttamönnum sem taka Beta-Alanine. Beta-Alanine er þekkt fyrir því að berjast gegn mjólkursýrumyndun á æfingum og leyfir því fólki sem er að æfa að halda lengur út. Finn mikinn mun á æfingum ef ég tek inn Beta-Alanine. 

Þetta eru þau bætiefni sem ég tek daglega og á æfingum en ég æfi 7-8 sinnum í viku, bæði lyftingar og hjólreiðar. Þegar ég dreg úr inntöku á þeim finn ég mun á mér. Ég minni fólk ávallt á að fæðubótarefni koma ekki í staðinn fyrir mat en þau geta bætt lífsgæði okkar. Og ég minni líka fólk á að velja alltaf fyrst það sem er mikilvægast fyrir það. 

Höfundur: Davíð Kristinsson

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

NÝLEGT